Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Qupperneq 29

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Qupperneq 29
29 jafnan liðtaekur, þó eigi væri um endurgjald að ræða; var og mikið viðriðinn sveitarstörf og skólamál. María var skýrleiks kona og vel að sér til handa og bústjórnar. HJÁLMAR KRISTJÁNSSON HVANNDAL. Hann var ættaður úr Isafjarðarsýslu. Kom vestur um haf 1883 og settist að í N. Dakota, fyrst að Mountain, síðar í Graf- ton; varð þar verkstjóri á járnbraut og vann þar um hríð, Fluttist þaðan til Roseau bygðar í Minnesota og bjó þar á heimilisréttarlandi 7 ár. Seldi bújörðina og fluttist til Pine Valley nýlendu norðan landarræra og bjó þar á heimilisréttar eign sinni til dánardægurs. Hann andað- ist 1931. Fyrri kona hans, María Kristjánsdóttir lézt 1904. Börn þeirra eru: Lárus, ógiftur bóndi hér í sveit; Jón, til heimilis í Flin Flon í Manitoba, ógiftur; Jóhanna, gift Jóni Halldórssyni bónda hér í bygð. Síðari kona Hjálmars var Margrét Bjarnadóttir Magnússonar, hafn- sögumanns og bónda á Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd í S.-Múlasýslu og konu hans, Guðfinnu Jónsdóttur. Var Margrét ekkja, er hún giftist Hjálmari; átti hún tvö börn sem búa hér í sveit: Brynjólf og Agústu, er átti norskan mann, látinn fyrir tveim árum. Margrét andaðist 1932. Hjálmar var fjörmaður og dugnaðar, laghentur til allra verka og bóndi góður. ODDUR HANSSON HJALTALÍN er fæddur 24. des. 1859 á Litla-Hrauni í Hítarnesþinghá í Hnappadals- sýslu. Faðir hans var Hans Jósepsson Oddssonar prests á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Er ætt sú merk og auðvelt að rekja til Jóns biskups Arasonar. Móðir Odds var Sigríður Sigurðardóttir og 'ojuggu þau hjón á Litla- Hrauni og víðar. Kona Odds er Guðríður Pétursdóttir Jónssonar og Þóru Hróbjartardóttir. hjóna frá Deildarkoti á Álftanesi; fædd 30. marz 1864. Oddur fluttist til þessa lands 1899, var fyrstu árin í Winnipeg og vann við tré- smíði; fluttist þaðan til Pine Valley nýlendu, nam þar land 1906; færði sig þá til Piney-þorps og hefir nokkuð stundað trésmíði, auk þess haft á hendi umsjón og hirð- ingu barnaskóla, og býr þar nú. Er hann þrifnaðar maður, hreinskilinn til orða og verka og þau hjón vel látin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.