Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 48

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 48
48 arsonar, síðast bónda á Kötluholti í Neshrepp innri, og konu hans Margrétar Sigurðardóttur bónda á Saurum í Helgafellsvett, Gíslasonar Tómassonar og Elínar Þórðar- dóttur bónda á Hjarðarfelli. Asgerður er fædd á Ulfars- felli í Helgafellssveit, en ólst upp í Vík í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu með foreldrum sínum, bar til um ferm- ingaraldur; fór ba í vist til kaupmannshjóna cg var bar barnfóstra í brjú ár. Fluttist til Vesturheims 1888 og settist að fyrst hjá frændum sínum nálægt Akra, N. Da- kota; fluitist baSan til Winnipeg ogstundaði mest sauma- iðn, bar til íoreldrar hennar komu frá Islandi 1893, og ssttust að i Winnipeg. Eignuðust hús og lóð og bjuggu bar, til æfiloka. Lárus og kona hans Asgeiður, setlust að á landi nálægt Akra, N.Dakota og bjuggu bar fimm ár. Fiuttu ba®an til Rat River, Man., og dvölda bar ei|1 og hálft ár; fluttu ba til Winnipeg og voru bar tvö ár; bv> næ;t til Pine Valley; keyptu bar land 1910, og hafa búið bar síðan. Skamt frá bújörðinni nam Láius skógar- land, en hefir eigi haft búsetu bar- Eru bau hjón vel eð sér um margt, Lárus hefir starfað að brunnborun í sveit- inni og á flestum stöðum náð ágætu neyzluvatni, er bað svo mjúkt að nothæft er til bv°tta. Asgerður er gáfuð kona, og hefir um langt skeið gegnt ljósmóðurstörfum og farnast vel. Börn beirra eru: Victor Roosevelt; Óskar Lárus, kvæntur Pálínu Guðjónsdóttur Bjarnarsonar, bónda á Árborg r Nýja Islandi og fyrri konu hans af frönskum ættum; Sturla Milton, og Margrét Elinóra. Eru bau öll listfeng og hafa náð talsverðri mentun. Starfa með foreldrum sínum heima. EIRÍKUR SIGFUSSON. Fæddur á Seyðisfirði 1862. Foreldrar hans voru: Sigfús Einarsson bóndi á Seyðis- firði, og Margét Eiríksdóttir frá Sörlastöðum í Seyðisfirði. Kona Eiríks er Guðfinna Ágústa Bjarnadóttir Magnús- sonar hafnsögumanns á Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd í S. Múlasýslu og konu hans Guðfinnu Jónsdóttur. Ágústa er fædd 1 860. Eiríkur og kona hans fluttust frá íslandi til Canada 1900, og settust að í Winnipeg. Vann hann við algeng störf og öðru hvoru við húsabyggingar til

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.