Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 68

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 68
3Df Rœktunin breytir jurtunum og veikir þœr. (Þýtt). ÞaS er til gömul saga um þjóðhöfðingja einn í Auátur- löndum, sem óskaði þess, að hann gæti umskapað þraela sína eftir því, hvaða verk þeir hefðu að vinna : hann vildi hafa háa þraela fyrir hallarverði; smáa þraela, sem lítið færi fyrir, til að vinna í eldhúsinu; fótalausa þræla, sem ekki gætu hlaupið brott, til þess að gegna skyldum, sem þolinmæði þyrfti við; handalausa þræla, sem ekki gætu átolið. til að gæta fjársjóðanna, og þar fram eftir götun- um. Þess er ekki getið, hvort nokkur hafi reynt að um- skapa menn í líkingu við óskir þessa höfðingja; en mann- kyniÖ hefir reynt aðferðina við þá þræla sína, sem eru fjölmennastir og þjóna því bezt, og hún hefir gefiát vel — þessir þrælar eru ræktaðar jurtir. 1 augum þeirra, sem nú lifa, eru kartöflur, eplatré og melónur mjög hversdagslegir hlutir; en ef einhver hellra- búi frá fornöld mætti líta upp úr gröf sinni, eftir að hafa legiÖ í henni í mörg þúsund ár, þá mundu þessir hlutir verða furðulegustu mannundrin (freaks), sem höfð eru til sýnis í hringleikhúsunum. Risavöxnu hnúðarnir, sem hanga við rætur kartöflujurtarinnar, og eru þyngri en öll plantan, mundu vera girnilegir til átu í augum hans, en langtum undarlegri en svo, að hann gæti lýst þeim; og eplatré, sem ber eins mikla ávexti og margir tugir órækt- aðra eplatrjáa, væri blátt áfram yfirnáttúrlegt í hans augum. Búnaðarvísindin hafa búið tiljafn ónáttúrlega og furðu- lega þræla og nokkur Austurlandahöfðingi hefði getað látið sig dreyma um. Og þetta hefir verið gert í þeim tilgangi. að láta jurtirnar fæða menn, auk þess sem þær verða að fæða sig sjálfar. En þessi furÖuverk í jurtalífinu hafa ekki gerst án þess að náttúran krefÖist endurgjalds. Frakkneskur náttúru- fræðingur, Louis Ranguy að nafni, hefir nýlega bent á

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.