Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 71

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 71
70 þess er ofur einfalt. Þaö þarf nefnilega ekki annað en að láta plönturnar “vitja” fyrri stöðva sinna. Þegar hinar veiku sykurreyrsplöntur voru fluttar í akra uppi í fjöllun- um. þar sem loftslagið var svalara og þurrara, urðu þaer strax sterkar aftur. Grasafræðingar hafa fundið að kartöfluplantan óx upprunalega uppi á háfjöllunum í Suður-Ameríku. Fyr- irrennarar Incanna fundu þær fyrst; og þá hófst þróunar- og umbótasaga þsssarar stórnytsömu jurtar, og henni er ekki iokið enn. Kartöflurnar geta sýnilega ekki fremur enn sykurreyrinn “gleymt” sínum upprunalegu heim- kynnum; þær þróast bezt ef ein og ein kynslóð þeirra fær við og við að vaxa í fjallaloftslagi. Ef til vill stafar heilmikið af hnignun ræktuðu juit- anna, sem Ranguy kvartar um af því að þær eru neydd- ar til þess að vaxa of lengi langt frá heimkynnum sínum. Prófessor N. I. Vavilov við verklegu grasafræðis- stofnunina í Leningrad á Rússlandi, sem hefir kynt sér vaxtarskilyrði jurta mjög rækilega, heldur því fram, að fyrir sumar ræktaðar jurtir. einkum korntegundir, svo sem hveiti, hafra og rúg, sé ræktunin ekki tiltakanlega veikjandi; enda sé næsta lítill munur á þeim ræktuðum og viltum. Hann heldur, að menn hafi ekki uppruna- lega leitað að þessum jurtum í náttúrunni, heldur hafi þær sjálfar dregið að sér athygli þeirra og neitt þá til þess að taka sig til ræktunar. Hann er þeirrar skoðun- ar, að gátan um uppruna korntegundanna verði bezt ráðin með því að taka til greina þann sannleik, að þess- ar jurtir vaxa helzt á þeim stöðum, þar sem menn héldu sig mest til forna: í lausum jarðvegi kringum vatnsupp- sprettur á fjöllum og einnig þar sem var mikill umgang- ur af mönnum og dýrum og jörðin traðkaðist upp. Hann heldur að hveitið hafi flækst fyrir fótum manna í fyrnd' mni einhversstaðar í löndum þeim sem Tyrkir ráða nú yfir í Litlu A síu og í Kákasusfjöllunum. þangað til að því var veitt eftirtekt og við því var tekið fegins hendi. Syo kom rúgurinn, fyrst sem illgresi í hveitiökrunum, einkum þeim, sem láu hátt upp til fjalla, þar sem veður var helst til kalt fyrir hveitið, sem þolir kulda ver enn rugur. Smám saman varð svo þessi óboðni gestur eins

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.