Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 72

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 72
71 og vinur fjölskyldunnar. og rúgurinn var tekinn til rækt- unar. EitthvaS svipað þessu átti sér og stað með hinar korntegundirnar, segir prófessor Vavilov. Fyrstu hveitiplönturnar, sem uxu umhverfis viðlegu- staði veiðimanna í Asíu, fsurftu að eins að bera nógu mörg fræ til þess að halda tegundinni við frá ári til árs; það eitt var tilgangur náttúrunnar. En um leið og mað- urinn fór aS gefa plöntunni gaum varð hún að gera betur enn þetta; hún varð þá aS bera nógu mörg fræ til þess að afgangur yrSi handa manninum. MaSurinn hefir knúS plöntuna meS ræktun og kynbótum til þess aS framleiSa hin mörgu, bústnu og vel þroskuSu hveitiöx, sem viS sjáum nú á dögum, í staS eins, sem hafSi aS geyma örfá smá hveitikorn. En notin af því eru öll í mannsins þágu en ekki plöntunnar. Hún verSur aS taka viS meiru af sólarljósi, vatni og lofti, verSur aS draga meiri næringarefni úr moldinni, verSur aS taka fljótari efnabreytingum, til þess aS kornin, sem maðurinn þarf, geti þroskast. Hveiti- plantan er eins og flækingur, sem kemur á bóndabæ og leitar gistingar, en er drifinn til aS vinna, hvortsem hon- um líkar betur eða ver. Til eru aðrar jurtir sem mannlegar þarfir hafa breytt enn meir enn hveitinu, hvaS sem þeirra eigin þörfum hefirliSiS, t. d, kartöflujurtin, Fyrir nokkrum þúsundum ára þrifust allar tegundir kartöfluættarinnar, án þess aS vinna, í fjöllunum í SuSur-Ameríku. Fræ mynduðust í ávöxtum, sem líktust tómötum og sem kartöfluplantan framleiðir enn, þegar hún frævast. En til þess aS koma í veg fyrir aS plantan dæi út, ef þessi fræ náðu ekki fullum þroska í köldum árum í fjöllunum, fóru sumar tegundir ættarinnar aS framleiSa neðanjarSar ávöxt til og frá í rótunum—kartöflur. Þess- ar viltu kartöflur dróu aS sér athygli forfeðra Incanna. Þeir fóru þá aS rækta plönturnar, og meS ræktun vöndu þeir þær á aS framleiða fleiri karröflur. Ennfremur vöndu þeir þær af því, aS framleiða dauft eitur í kart- öfluhýSinu, sem varSi þær fyrir dýrum. En samt tókst þaS ekki til fulls, því enn í dag er ofurlítil vitund af eitr- uðu lútarsalti í kartöfluhýði. einkum ef kartöflurnar verða

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.