Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 27
29
það N. V, i 28-8-13 og þangað mun hann hafa flutt um
1 893 og þar bjó hann til vorsins 1909. Varð hann þá
að bregða búi sökum vanheilsu konu sinnar. Var hún
heilsulaus árum saman, hún dó 8. ágúst 1918, hún var
vel greind dugnaðarkona. Síðustu árin var Pétur ýmist
hjá börnum sínum eða á gamalmennaheimilinu Betel,
hann andaðist 2. des. 1924 hjá dóttur sinni í Framnes-
bygð í Manitoba. Af börnum Péturs af fyrra hjónabandi
eru tveir synir á lífi: Kristján, sem lengi var í bjónuslu
sambandsstjórnarinnar, sem fiskiklaksstjóii í Mikley, r.ú
búsettur á Gimli og bæjarstjóii baf; hann er giftur Þór-
björgu Kristjánsdóttir Kærnested. 2. Guðmundur, er
lengi hefir verið búsettur við Victoria Beach við austur-
strönd Winnipegvatns, kvæntur hérlendri konu. Af
seinna hjónabandi lifa tvö börn, Petrún, gift Lorenzo
Arnold, bónda í Framnesbygð, og Óskar, giftur Carrie,
dóttir Guðmundar Olson og, konu hans Gíslínu Gísla-
dóttir í Winnipeg Beach. Óskar býr í Charleswood við
útjaðar Winnipegborgar, hann stundar trésmíði. Guð-
laug seinni kona Péturs, átti einn son áður hún giftist
Pétri, heitir hann Jón M. Johnson og býr í Prince Rupert,
B. C. og stundar bar verzlun. Flann er giftur Kristínu
Jónsdóttir Arnasonar, sem hér á undan er getið. Pétur
Pálsson átti langa og merkilega æfi. Var mikið í hann
spunnið af fornri víkingslund, hann var karlmenni, og
mesti fullhugi bæði á sjó og landi. Hann má telja fram-
arlega í flokki Vestur-Islenzkra leikmanna á sinni tíð, tók
hann mikinn bátt í félagsstarfsemi íslendinga sérstaklega
í kirkjumálastarfinu, meðan hann var í Nýja íslandi
Hann var prýðisvel málifarinn og talaði oft á mannfund-
um, og var hvorttveggja orðhagur og kjarnyrtur.
SIGURJÓN STEFÁNSSON var einn af fyrstu land-
nemum í Hólabygðinni, nam N. A. i Sec. 20-8-1 3. Sigur-
jón var Þingeyingur og fluttist vestur um haf frá Raufar-
höfn, bar sem hann hafði búið sem burrabúðarmaður.
Kona hans var Kristveig Stefánsdóttir Illugasonar úr
Þistilfirðinum, sem með honum fluttist vestur um
baf. Á fyrsta eða öðru ári sem bau voru í Hóla-
Wgðinni fekk hún mislingasótt og brjú börn be'rra og