Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 37
39
W
JÓN SIGURÐSSON. Hann var um nokkur ár í Hóla-
bygðinni, en nam aldrei land. Bygði hann sér hús á
landi Þorbergs Jónssonar og vann hjá þeim bræðrum.
Hann er Skagfirðingur, giftur Helgu Bjarnadóttir Þorleifs-
sonar frá Vík í Sæmundarhlíð. Hún lézt skömmu eftir
að þau komu í bygðina. Eina dóttir eignuðust þau,
Hólmfríði, var hún fóstruð hjá þeim hjónum Þorbergi
Jónssyni og konu hans Guðbjörgu. Hólmfríður þessi er
gift Gesti Valdimarssyni Davíðssonar frá Ferjubakka og
búa þau í Glenboro. Jón fluttist fyrir 30 árum síðan til
Blaine, Washington.
ANDRÉS DANÍELSSON, fæddur á Kárastöðum á
Skagaströnd 1879.
Faðir hans var Daníel
Andrésson og móðir
Hlífjónsdóttir. Andrés
kom hingað til lands
1888 og dvaldi fyrstu
árin hjá föðurbróðir
sínum Arna Andrés-
syni að Poplar Park,
Man. Til Hólabygðar-
innar kom hann 1898
og vann við þreskingu
hjá Mágnúsi Jónssyni
frá Fjalli um haustið.
Næsta ár leigði hann
land í bygðinni, sun-
nan við ána, en keypti
halfa section norðan
við ána í nábýli við
Magnús. Rak hann
búskapinn með mikl-
um dugnaði í þrjú ár;
byrjaði hann búskap-
inn félaus og átti því
í vök að verjast hvað
fjárhaginn snerti. En
hugur hans mun hafa
Andrés Daníelsson