Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 44
46
var sagður glæsimaður á sínum ungdómsárum og vel
gefinn til muns og handa.
HJÁLMAR ÁRNASON, fæddur á Hofi í GoSdala-
sókn í SkagafirSi 10 apríl 1860. FaSir hans var Arni
Þorsteinsson frá StokkahlöSum í EyjafirSi albróSir Dóm-
hildar konu Ólafs Briems á Grund. MóSir Hjálmars
kona Árna var Ingibjörg SigurSardóttir frá Hryggjum í
GönguskörSum. Foreldra sína misti Hjálmar ungur og
ólst upp aS mestu leyti hjá Helgu móSursystur sinni. Frá
henni fór hann aS Kristnesi í EyjafirSi til Helga Hall-
grímssonar, sem Jsar bjó og síSar varS tengdafaSir hans.
Á unga aldri fór Árni til IsafjarSar aS læra gullsmíSi.
ÞaSan sigldi hann til Noregs í þeim tilgangi aS nema til
fullnustu gullsmiSsiSn sína. Lenti hann í ýmsum hrakn-
ingum og varS félaus og gat eigi aS iSn sinni komist, en
í staS bess lærSi hann í Noregi beykisiSn. Fór síSan til
Islands aftur og starfaSi um tíma aS beykisiSn viS Eyja-
fjörS. Hjálmar giftist 1887 GuSrúnu Helgadóttir Hall-
grímssonar frá Kristnesi, fædd 1 1. maí 1865. Ári síSar
1 888 fluttust þau vestur um haf og voru fyrsta áriS í N.
Islandi, þaSan fluttust ban til Selkirk og var Árni um
hríS bar v*ð verzlun í félagi viS svila sinn, Jón SigurSsson
frá Hvalsá í HrútafirSi. 1 HólabygSina fluttist hann I 892
og nam N. V. i Sec. 22-8-13, en hætti viS þaS land
nokkrum árum síSar og nam S. V. L Sec. 32-8-1 3 í árdaln-
um, hafSi hann þar ánægjulegt heimili og bjó þar til
1912 aS hann keypti land 5 mílur austur af Glenboro og
bjó þar í 6 ár; seldi þá lönd sín og fluttist í Framnes-
bygSina í N. íslandi, keypti þar bújörS og bjó þar til
dauSadags, sem bar aS 20. júní 1923. Kona hans dó
27. jan. sama ár. Hjálmar var lítill maSur vexti, mesti
hirSumaSur og hagsýnn búmaSur og dýravinur mikill.
Heimili þeirra Hjálmars og GuSrúnar var hiS snyrtilegasta
utan húss sem innan og hjónabandiS sönn fyrirmynd.
Þau hjón áttu tvær dætur, Ida, gift GuSjóni Abrahams-
syni í FramnesbygS og Fanny, gift LúSvík Hólm í
Winnipeg.
J