Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 47
49
Kristjáni Norðman, búa í Winnipeg, Manitoba. 2. Leó,
bóndi að Leslie, Sask. giftur Evelyn Hansen, af dönskum
ættum, 3. Gústaf Adolf, járnbrautarverkstjóri (Section
Foreman) hjá C. P. R. félaginu í Welwood, Manitoba.
4. Leona Diana, gift hérlendum manni, búa í Carman,
Man. 5. Inga Rakel Sigríður, gift Lofti Mathews, málara
í Winnipeg. 6. Elma Ingibjörg, gift Ragnari Gíslasyni í
Winnipeg. 7. Róma Lára Aðalheiður, gift hérlendum
manni, búa í Foam Lake, Sask. 8. Kári Lorenzo, hjá
foreldrum sínum. Börnin eru prýðisvel gefin og hin efni-
legustu. Þau hjón hafa nýlega flutt til Welwood, eru
þau hjá syni sínum Gústaf Adolf. Ingólfur er greindur
maður, vel lesinn og marg fróður og prýðilega skáld-
mæltur, en fer dult með þá gáfu; hann er þrekmaður og
heljarmenni að burðum. María er góð kona og trygg-
lynd. Þau hjón hafa komið barnahóp sínum vel til
manns. Ingólfur er hálfbróðir Hjálmars Árnasonar, sem
hér er áður getið og hefir gengið undir sama nafni og
hann hér í landi.
FRIÐFINNUR JÓNSSON, Þingeyingur að ætt. Faðir
hans var Jón Þorláksson bóndi í Kollavík í Þistilfirði,
myndarbóndi sagður. Móðir Friðfins var Jóhanna
Jóhannsdóttir. Að nokkuru leyti ólst hann upp hjá föður
sínum, en snemma varð hann að bjarga sér sjálfur. Átti
hann fremur illa æfi í uppvextinum. Til Canada fluttist
hann nokkuru eftir 1880, nam land í Hólab. og bjó bar
rúm 20 ár. I Argylebygðinni bjó hann í nokkur ár og
settist síðan að í Glenboro-bæ og þæ dó hann 25. jan.
1927; 61 árs. 1890 giftist hann Jakobínu Einarsdóttir,
bónda í Argyle, Attu þau ekki skap saman og skildu
eftir nokkura ára sambúð. Síðustu tuttugu og fimm árin
bjó hann með ráðskonu, Sigurlaugu Einarsdóttir úr Þist-
ilfirði. Áttu þau saman einn son, Ágúst að nafni, giftur
Sigurveigu Brynjólfsdóttir Gunnlaugssonar frá Argyle,
búa í Saskatchewan, eina dóttir átti Friðfinnur, sem á lífi
er og heitir Mable, gift Aðalgrími Heiðman bónda í
Hólab. Eina uppeldisdóttir átti hann, Friðfinna Sigur-
laug, gift hérlendum manni, búa í Baldur. Friðfinnur
var frábærfjör, og dugnaðar maður, ábyggilegur í orði og