Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 53
Islandsvinurinn
Arthur M. Reeves.
Eftir prófessor Richard Beck
Willard prófessor Fiske, hinn ógleymanlegi vel-
gerðamaður íslands og íslenzkra bókmenta, átti
þann höfuðkost góðra kennara, að geta vakið hjá
nemendum sínum lifandi og varanlegan áhuga á
námsgreinu'm þeirra. Auk margs annars megum
vér íslendingar minnast þess með þakklæti, að fyrir
áhrif frá honum, úr kennarastól, urðu ýmsir nem-
endur hans í Cornell-háskóla svo hrifnir af íslandi
og svo snortnir af íslenzkum fræðum, að þeir héldu
trygð við hvorutveggja æfilangt og sýndu þá ást
sína í þörfum störfum þeim í hag. Ber sérstaklega
að nefna tvo slíkra lærisveina Fiskes, William H.
Carpenter, um langt skeið prófessor í þýskum og
norrænum fræðum við Columbia-háskólann í New
York, og þó einkum Arthur M. Reeves; en báðir
ferðuðust þeir með Fiske á íslandi sumarið og
fram á haust 1879, og Carpenter dvaldist þar að
auk vetrarlangt.
Að frátaldri stuttri en mjög vinsamlegri grein
eftir dr. Jón Þorkelsson, í “Sunnanfara” 1892, hefir
Reeves ekki verið getið á íslenzku svo teljandi sé.
Fyrir ríka íslandsást sína og vakandi áhuga á
fræðum vorum er hann þess þó fyllilega maklegur,
að vér höldum á lofti nafni hans; það eru allra
minstu launln, er vér fáu'm goldið honum og hans
líkum, sem af einskærri ósérplægni og fræðaást
verja kröftum sínum og fé til aukinnar þekkingar á
bókmentum vorum erlendis og afrekum feðra vorra.