Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 62
64
feröirnar. Til þess aö viða að sér í þaö. kynnast
liandritunum og öörum heimildum, og ráðfæra sig
við sérfræöinga í norrænum fræðum, geröi Reeves
sér ferö til Norðurlanda vorið 1889. Var förinni
fyrst heitið til Kaupmannahafnar og dvaldi hann
þar meiri hluta maímánaðar við íslenzkunám og
fornritalestur hjá dr. Valtý Guðmundssyni; könn-
uðu' þeir einnig í sameiningu handrit þau, sem f jalla
um Ameríkufund Íslendinga, og lét Reeves ljós-
prenta þau. Sótti hann afar fast námið og bók-
mentastörfin þessar vikurnar og safnaði jafnhliða
íslenzkum bókum. Fræðaástin fylti hann frjósamri
starfsgleði, og, að eigin sögn, hafði, hann aldrei
verið sáttari við lífið. Frá Kaupmannahöfn hélt
hann til Kristianíu til skrafs og ráðagerða við þá
fræðiþulina norsku, Gustav Storm og Carl Unger
háskólakennara; fræddist hann drjúgum á þeim
kynnum, einkum átti liann langar viðræður við dr.
Storm, sem þá var fyrir skönimu búinn að gefa út
hinar eftirtektarverðu rannsóknir sínar um Vín-
landsferðir íslendinga. (Studier over Vinlandsreis-
erne, 1887).
Úr efni því, sem Reeves hafði aflað sér svo ó-
sleitilega á Norðurlöndum, vann hann nú jafn
ötullega, fyrst í Sviss, í friðsælu nágrenni Lucerne-
vatnsins fagurprúða og fræga, og síðar (veturinn
1889—90) í Berlín; en nam þar samtímis íslenzka
og forn-enska samanburðarmálfræði og goðafræði
Norðurlanda. Snemma þá um vorið gerði hann sér
á ný ferð til Kaupmannahafnar til iþess, að leggja
síðustu hönd á ritið og bera það aftur saman við
handritin. Var það fullbúið í maí og fór Reeves þá
til Lundúna til þess að ráðstafa prentun á því.
Hann kastaði þessvegna sannarlega ekki höndun-
um að þessu verki sínu, enda ber það næg merki
þess, að það er ekki bygt á sandi yfirborðslegrar og
óforsjálrar fljótvirkni.
Eftir sumardvöl í Englandi og á meginlandi Ev-
rópu sneri Reeves heimléiðis til Richmond, beið
hans þar fjöldi starfa, sem safnast höfðu meðan