Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 63
65
hann var í utanförinni. Eigi var hann fyr búinn. aö
grynna á þeim, en hugur hans beindist aftúr að
íslenzkum fræðum; í samvinnu við dr. Valtý hóf
hann að þýða Laxdælu á ensku, með ítarlegum
sögúlegum skýringum. Illu heilli auðnaðist hon-
um ekki, að sjá lokið nema rúmum þriðjungi þess
verks.
Á heimleið til Richmond, eftir ferð út á búgarð
sinn í Indíana-ríki norðanverðu, lést Reeves, óvænt
og á ömurlegan hátt, í járnbrautarslysi, 25. febrúar
1891. Með honum gengu margar fagrar framtíðar-
spár til grafar. Að dómi þeirra, er þektu hann best,
var hann hvorutveggja í senn mikill hæfileika- og
mannkostamaður. En íslendingar áttu þar á bak
að sjá göfuglyndum og áhugasömum vini fræða
þeirra og móðurjarðar. Fer vel á því, að íslenzku'r
rúnasteinn markar hinsta hvílustað Reeves í Spring
Grove grafreitnum í Cincinnati, því að hann hafði
unaö ágætlega samvistunum við fornmenn vora í
heimi sagna oð kvæða.
II.
Hin enska þýðing Reeves á Piiti og stúlku (Lad
and Lass) var prentuð í Lundúnum 1890, en hafði
um nokkurra ára bil ,eins og að framan greinir,
legið í salti hjá þýðanda, í handriti. í formála henn-
ar, sem er gagnorð lýsing á æfiferli Thoroddsens,
ritstörfum hans og á tilorðningu þessai’ar skáld-
sögu hans, getur Reeves þess, að dr. Valtýr hafi
yfirfarið þýðinguna og gefið sér hollar leiðbeining-
ar. Frá Boga Th. Melsteð sagnfræðingi segir hann
ennfremúr komna neðanmáls-skýringuna ítarlegu á
því, hvernig alkort liafi verið spilað.
Sanngjarnt er að dæma ritverk hvert í ljósi þess
tilgangs, sem höfundurinn setti sér. í formála sín-
um kveðst Reeves hafa gert sér far úm, að ná bæði
merkingu og orðalagi frumritsins. Verður ekki
annað sagt, en það hafi í heild sinni mjög vel tek-
ist. Þýðingin er óvenjulega nákvæm, en jafnframt
auðlesin á enskunni. Hverfandi er ])að, að fyrir
bregður gamaldags orðum og málfari, eða að