Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 68
70
nýjasta bindi Islandica (1933), að umrætt rit
Reeevs sé “í alla staði ágætt verk” (bl.s 30).
Þýðingar Reeves á Eiríks sögu og þáttunum sýna
það ótvírætt, að honum lét mörgum betur, að snúa
íslenzkum fornsögum á enska tungu; er það því
harmsefni unnendum íslenzkra fræða, að hann fékk
eigi lokið Laxdælu-þýðingunni, eða á prent komið
þeim öðrum þýðingum sínum á íslenzkum fornsög-
um, sem að ofan getur.
Geri eg svo að mínum orðum eftirfarandi um
mæli dr. Valtýrs um Reeves (í neðanmálsgrein í
fynefndum ritdómi í “Tímariti Bókmentafélagsins
bls. 56); “Það er ómögulegt að segja, hve mikið
ísland og íslenzk fræði hafa mist við fráfall haim
en það er óhætt að segja, að það hefir verið mikið.
Hann ætlaði sér að gera margt, sem ísland hefði
hag og sóma af, og hann gat gert það, sem honum
var hugleikið að gera. 'Sem dæmi þess, hve mikinn
áhuga hann hafði á íslenzkum fræðum, má geta
þess, að liann liafði skorað á einn liinn besta vís-
indamanna vorn, skólastjóra Dr. Jón Þorkelsson, að
semja sögu íslenzkrar tungu eða íslenzkra orð-
mynda, af því liann áleit hann færastan til þess —
eins og líka mátti — og bauðst til að kosta útgáf-
una og eins kostnað við för til Kaupmannahafnar
til þess að skoða handrit þar, ef slíkt væri nauð-
synlegt fyrir samning ritsins. En því miður
treysti Dr. Jón sér ekki fyrir elli sakir að takast
slíkt á hendur”.
íslandsást Reeves skín fagurlega út úr þessu
fyrirhyggjusama kostaboði lians og sveipar minn-
ingu hans björtum Ijóma, að minsta kosti í augum
allra þeiiTa íslendinga, sem ekki eiga svo rang-
hverft tilfinningalíf, að þeim standi á sama um
íslenzk ættarbönd og íslenzkar erfðir.
(Aðalheimildir mínar eru ofannefnd rit Reeves.
æfisaga hans og bréf — Foulke, W. D. Biography
and Correspondence of Arthur Middleton Reeves,
London, 1895.)
© © ©
i