Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 69
Ivær merhar fslenzkar konur.
Eftir J. Magnús Bjarnason.
Kristín Þorgrímsdóttir Jackson
Kristín Þorgrímsdóttir var fædd að Hámundar-
stöðum í Vopnafirði. í Norður-Múlasýslu, þann 8.
dag nóv-’embermánað-
ar 1847. — Foreldrar
hennar voru merkis-
hjónin Þorgrímur Pét-
ursson og Sigríður
Árnadóttir sem bjuggu
urn langt skeið á Há-
mundarstöðum. Faðir.
Þorgríms var Pétur,
bóndi á Hákonarstöð-
um á Jökuldal, Pét-
urssonar, Pétursonar,
Sveinssonar, Filippus-
sonar; og má rekja þá
wtt, að sögn, til Jóns
Magnússonar á Sva1
barði og Ragnheiðar
Pétursdóttur, Lofts-
s o n a r, Ormssonar
Loptssonar hins ríka.
En Árni faðir Sigríðar
( móður Kristínar) var Kristín l-orgrímsdóttir IJacksonl
sonur Stefáns Scheving, prests að Presthólum.
Kona Árna hét Kristín Guðmundsdóttir, bónda í
Húsey í Hróarstungu, Filippussonar. Þau Árni