Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 71
73
sat við vinnu sína í baðstofunni á Hámundarsfcöð-
um. Og mikið lærði Kristín utan-bókar af kvæð-
um og sálmum á þeim árum, sem hún var að
alast upp. Hið langa barnalærdóms-kver lærði hún
löngu áöur en hún fermdist, og mundi mikið úr því
fram á síöustu ár, því að hún hafði framúrskarandi
gott minni. Og hún hafði ávalt mikið yndi af því,
að minnast á það, sem hún hafði lesið og numið
af fögrum og lærdómsríkum sögum og kvæðum á
yngri árum, pað var ætíð skemtilegt að heyra hana
tala um ísland og íslenzkar bækur.
Sumarið 1868 giftist Kristín Guðvaldi Jónssyni,
Péturssonar, frá Sandfellshaga í Axarfirði. Móðir
Guðvalds hét Guðrún Einarsdóttir, bónda í Klifs-
haga í Axarfirði, Hrólfssonar. Þau Guðvaldur og
Kristín giftust á Hámundarstöðum, tcku þar við
búi og bjuggu þar í tuttugu ár. Guðvaldur var orð-
lagöur dugnaðar- og atorkumaður, hygginn og hag-
sýnn og áreiðanlegur í viðskiftum. Hann og Kristín
bjuggu raunsnar-búi á Hámundarstöðum, og var
gestrisni þeirra, hjálpfýsi og höfðingsskap við-
brugöið.
Árið 1888 fluttust þau Guðvaldur og Kristín vest-
ur um haf með alla sína fjölskyldu og fleira venzla-
fólk, og lánuðu þau nokkrum fargjald. Þau settust
að í Norður-Dakota, og voru fyrsta árið til húsa hjá
Árna Árnasyni, bróðursyni Kristínar, sem bjó ná-
lægt Hensel, N.-Dak. En næsta vor nam Guðvald-
ur land í Akrabygð, sunnan Tunguár, það land var
sendið og jarðvegur ekki frjór, og langt frá því að
vera gott akuryrkjuland. Á landi þessu bygði Guð-
valdur torfkofa og refti yfir. Og í þeirn kofa bjó
hann og fjölskylda hans í tvö eða þrjú ár. En þá
reisti hann gott og reisulegt timburhús, og nokkru
síðar bygði liann stórt timburfjós. Komst hann
brátt í dágóð efni, þó erfitt væri margt. Hann
hreinsaði og braut í akur mikið af landinu, sem var
viði vaxið, og fékk heldur góða uppskeru síðustu
árin, sem hann bjó þar. Hann og eldri sonur hai1'
unnu að þreskingu á hverju hausti, og elztu dætur