Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 80

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 80
82 hennar göfug kona og trúrækin. Af móður sinni lærði Herdís ótal margt, sem henni kom í góðar þarfir síðar meir, þegar hún kom út í lífið. Æsku- heimili hennar var henni í raun og veru nokkurs konar æðri skóli, sem bjó hana út með gott andlegt veganesti, og gaf henni þrek og kjark til að taka því öllu með stillingu og hugprýði, sem að höndum bar. Enda kom það í ljós strax á bernsku-árunum, að hún var kjarkmikil, hugprúð og trúarsterk. Hún var níu ára, þegar hún einu sinni var á ferð tii næsta bæjar, og var með henni stúlka, sem var yngri en hún. Á leiðinni var á, sem þær þurftu að fara yfir, og var ís á ánni. Stúlkan sem var með Herdísi, var í fyi'stu hrædd við að leggja út á ísinn, og vildi snúa aftur. En Herdís fór fyrst yfir ána, kom svo til baka og reyndi að kveða kjark í litlu stúlkuna og sagði að þeim væri alveg óhætt að halda áfram. Og mælti hún þá þessa vísu af munni fram: “Vonin sú ei virðist myrk, Vefjan gullin spanga, Við með Hæða-herrans styrk Hérna skulum ganga.” Við það óx litlu stúlkunni hugrekki, og lagði hún á stað með Herdísi út á ísinn, og komust þær klakklaust yfir ána. Herdís misti föður sinn, þegar hún var enn ung að aldri. Móðir hennar giftist aftur, og var Herdís hjá hienni og stjúpa sínum, þangað til árið 1868, að hún giftist Gunnlaugi Arasyni, sem hún misti eftir sjö eða átta ára sambúð. Þau' bjuggu á Þorsteins- stöðum í Haukadal og eignuðust fimm börn; þrjú þeirra dóu ung, en til fullorðsins-ára komust þau Gunnlaugur og Rósbjörg. Gunnlaugur Arason var af góðum ættum — skyldur hinum ágæta speking Birni Gunnlaugssyni — og þótti mætur maður og gáfaður. Sumarið 1876 fluttist Herdís ásamt dóttur sinni Rósbjörgu vestur um haf, en Gunnlaugur sonur hennar varð eftir á íslandi hjá Björgu ömmu' sinni,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.