Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 83
85
með opmím örmum sannrar gestrisni. Eg man, að
Herdís hafði mikla unun af að tala um skáldskap,
en sjaldan fór hún með vísur eftir sjálfa sig, og
mun hún þó oft hafa ort góðar tækifæris-vísur á
þeim árum. Að líkindum hefir hún aldrei skrifað
kvæði þau og vísur sem hún orti á yngri árum,
og fáa látið heyra neitt af því, nema nán-
ustu vini sína. — Hún lét stundum Sigurbjörgu
Sigurðardóttur (konu Benedikts Péturssonar)
heyra það, sem hún orti., og töluðu þær oft saman
um skáldskap. Þær voru góðar vinkonur. Eins
varGuðbjörg Guðbrandsdóttir (ekkja Teits Stefáns-
sonar) innileg vinkona Herdísar. Guðbjörg og börn
hennar voru næstu nágrannar hennar (Herdísar)
á meðan hún átti heima á Point Douglas. Það var
vel gefið fólk, drenglundað og dagfarsgott.
Það, sem sérstaklega vakti eftirtekt flestra þeiiTa,
er nokkuð kyntust Herdísi, var það, livað hún var
ávalt fús til að rétta þeim hjálparhönd, sem þurf-
andi voru, eða bágt áttu. Henni var það meðfætt,
að vilja styðja og styrkja þann, sem var lítilmagna
— vildi af öllu hjarta hjálpa þeim til að né rétti sín-
um, g-em orðið hafði fyrir rangsleitni, eða farið
hafði halloka í baráttu sinni fyrir gott málefni. Hjá
henni. var réttlætistilfinningin sérlega rík, og hjarta-
gæzkan á svo háu stigi, að hún átti, þar fáa sína
líka. Skáldið Bjarni Thórarensen sagði um Geir
biskup Vídalín, að hann hafi ekki þolað að heyi'a
neinn gráta. Hið sama mætti með sanni segja um
Herdísi. Hún þoldi iekki að heyra neinn gráta.
Hún rnátti ekkert aumt sjá, án þess að gera alt.
sem henni var mögulegt, til þess að ráða bót á því
Hún gekk mörgum fátækum og munaðarlausum
ungling í móðurstað — var altaf að hjálpa ein-
hverjum, sem liösinnis þurfti við, jafnvel þegar hún
sjálf var fátæk og átti á ýmsan hátt í vök að verj-
ast. Og hún var ávalt trúr og staðfastu'r vinur
vina sinna. En hún var kona yfirlætislaus og
kærði sig ekkert um það, að fólk hefði það i hé
mælum, sem hún gerði öðrum til hjálpar og líknar.