Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 87
89
snemma hafði valið sér — hjúkrunarkonu stööu.
Mörgu hefir verið spáð og margt hefir verið rætt
og ritað um lífs'skilyrði og lífsmöguleika íslenzkrar
tungu og íslenzks þjóðernis í Ameríku og langt er
nú síðan að menn þóttust sjá dánardægur hennar
og kváðu upp dauðadóm yfir öllu íslenzku á þessu
meginlandi. Dauðir eru nú þeir menn sumir, en
íslenzkan lifir enn, og hinir sem enn eru á lífi, úr
þeirri hjörð líklegir til að safnast til feðra sinna á
undan “'áHkæra ylhýra málinu”, því þó dofnunar
merki kunni að sjást sumstaðar hér í álfu á meðal
íslendinga á virðingu og viðhaldi á feðra arfi þeirra,
þá eru merkin líka skýr fyrir nýrri og haldgó'ðri
vakningu á því sviði, svo sem vaxandi virðing og
viðurkenning á verðmæti íslenzkrar tungu og ís-
lenzkra bókmenta. Auknar samgöngur, og síðast
en ekki síst vaxandi heimferðir Vestur-íslendinga,
einkum þeiira yngri og þá ekki síst lærdóms fólks
héðan að vestan. Ingibjörg Bjarnadóttir er ein í
þsirra tölu. Sú fyrsta sem héðan fer úr hópi ís-
lendinga til að nema hjúkrunarfræði við landsspít-
alann á íslandl og svo, ef svo vill verða, að helga
landi feðra sinna og forfeðra, þjónustu sína.
Ingibjörg er fædd og uppalin í Canada, notiö
mentunar sinnar þar. Ensk börn og unglingar hafa
verið leiksystkyni hennar jafnt sem íslenzk. Hún
talar og ritar móðurmál sitt jafnt og enska tungu.
Er íslendingur nreð canadisku útsýni, canadiskri
þekkingu, góðhug og virðingu, til landsins sem
hefir fóstrað hana og fólksins sem hún hefir alist
upp með.
Foreldrar Ingibjargar eru þau Bjarni Sveinsson
og Matthildur Þorvarðardóttir kona hans. Eru þau
hjcn bæði Skaftfellingar að ætt og uppruna. Flutt-
ust vestur um haf árið 1903 og eiga nú heima í
bænum Keewatin í Ontario-fylki, eða í grénd við
hann.
Eflaust fylgja þessari efnilegu stúlku árnaðar
óskir íslendinga fjær og nær á hinni. nýju menta-
og mannúðarbraut hennar á landi feðra vorra.
Ingibjörg Bjarnadóttir leggur á stað heimleiðis í
byrjun næstkomandi júnímánaðar.
J. J. Bíldfell.