Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 88
Sveinbjörn Björnson
96 ára gamall sjóvíkingur frá BreiðafjarSareyjum, fædd-
ur 1838. Voru foreldrar hans þau Björn Magnússon og
kona hans Helga Illugadóttir, sem bjuggu allan sinn bú-
skap á Berufirði í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu.
Var Sveinbjörn yngstur
af átta börnum þeirra
hjóna.
Ungur réðist Svein-
björn til vistar hjá hin-
um nafnkunna manni,
Eyjólfi bónda í Svefneyj-
um. Þá var lengri vaka
en svefn á hinum harð-
snúnu sjóferðum sem
háðar voru undan Jökli
út á fiski- og hákarlamið
á þeim tímum. Arið
1882 réðist Sveinbjörn
til Vesturheimsferðar
með konu sína, Sólveigu
Jóhannesardóttir og son
þeirra, Jón að nafni.
Hafði Sveinbjörn þá um
nokkur ár búið í Neðri
Rauðsdal á Barðaströnd
Sveinbjörn Björnsson. og vegnað þar vel. En
tilefni til burtflutningsins var draummaður, sem birtist
honum þrjár nætur í röð og skipaði honum að flytja frá
Rauðsdal. í fyrsta sinn er hann birtist honum, jáóttist
Sveinbj. segja við hann, að sér líði vel í Rauðsdal og
þaðan fari hann ekki og einnig í annað sinni, en í þriðja
sinni er draummaður vitjaði hans, spurði Sveinbj. hann
hvers vegna hann þyrfti að flytja frá Rauðsdal, segir þá
draummaður hans: “Ef þú ekki ferð, verður þú í fylgd