Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Qupperneq 94
96
HELZTU VIÐBURÐIR
og mannalát medal íslendinga í Vesturheimi.
Frá háskóla Manitobafylkis tóku burtfararpróf í
maímánuði 1934:
Bachelor of Arts :
María Sigurbjöig Jónsson, Winnipeg.
Myrtle Þórdís Thorvaldson, Riverton, Man.
Norman Stephen Bergman, Winnipeg.
Tryggvi Júlíus Oleson, Glenboro, Man.
Roy Herbert Ruth, Cypress River, Man.
Doctor of Æedicine:
Percival Johnson, Edinburgh, N. Dakota.
Bachelor of Science:
Helen Elizabeth Johnson, Winnipeg.
Herbert S. Samson, Winnipeg.
Kári Herbert Bjerring, Winnipeg.
Sigurður Hjalti Eggertson, Winnipeg.
Diploma in Agricultiire:
Tryggvi Ingjaldson, Winnipeg.
Matthías J. Matthíasson, Gardar, N. Dak., útskrif-
aðist frá tannlæknadeild Marquette-háskólans í Milwau-
kee, með ágætis einkunn og gerður heiðursfélagi tann-
lækna í Bandaríkjum og meðl. alþjóðafél. tannlækna.
Við fylkisþings-kosningarnar í British Columbia
í nóv. 1933, náði kosningu í borginni Victoria, íslend-
ingurinn Byron Johnson, fyrir hönd frjálslynda flokksins.
Faðir hans er Oliver Johnson í bænum Grande Prairie
í Alberta.
Á kirkjuþingi hins ev. lút. kirkjufélags, sem haldið
var í Selkirk 22. til 26. júní 1934, voru þm guðfræða-
kandítatar prestvígðir á Jónsmessu, sunnud. þann 24.
Voru þeir: Bjarni Archibald Bjarnason, Björn Theodore
Sigurðsson og Guðmundur Páll Johnson. Vígsluna
framkvæmdi forsetinn séra K. K. Ólafsson, ásamt níu
prestum kirkjufélagsins.