Afturelding - 01.08.1987, Page 6

Afturelding - 01.08.1987, Page 6
Trúin er nauðsynleg Viðtöl við sænska þátttakendur á sjávarútvegssýningu Fjöldi erlendra sýningargesta og starfsmanna var á sjávarút- vegssýningunni íLaugardal. Við komumst í kynni við nokkra aðila, sem auk afskipta af fisk- veiðum, taka þátt í kristilegu starfi. Fyrst varð á vegi okkar Yvonne Anderson. — Eg tilheyri hvítasunnu- söfnuði í Fiskebáck, sem hefur um 475 meðlimi. Við vígðum nýja kirkju í apríl. Ég bý í borg- arhluta sem hefur um 100.000 íbúa og þar í miðbænum byggð- um við allstóra kirkju. Sœkja margir sjómenn kirkj- una ykkar? Já, reyndar margir fiskimenn. Einkunnarorð kirkjunnar er: Pétur (fiskimaður). Hún stend- ur á bjargi — steinhæð og glugg- arnir eru eins og viti. Þegar mað- ur kemur akandi lítur kirkjan út eins og viti í hverfinu. Flestir safnaðarmeðlimir eiga sinn bakgrunn í sjósókn og veið- um. Eru sjálfir sjómenn eða af- komendur þeirra. Starfar þú við sjávarútveg? Nei, ekki beinlínis. Ég er hér til að hjálpa manni mínum, sem starfar við þetta. En mér þykir gaman að koma hér. Þegar við vorum að draga okkur saman þá var hann sjómaður. Ég kann vel við sjómenn, þeir eru fínt fólk. Hvað finnst þér um ísland? Mér finnst það mjög áhuga- vert. Fólkið er indælt, ákaflega opið og vingjarnlegt. Hvernig komst þú til trúar? Pabbi minn var hvítasunnu- prédikari og ég ólst upp í trúuðu heimili. Við vorum fimm syst- kini og fluttum oft á milli staða. En ég varð sjálf að velja það að ganga þennan veg. Hefðir þú viljað alast upp við aðrar kringumstœður? Satt að segja þá er ég þakklát fyrir uppeldi mitt. Stundum finn ég að mig skortir skilning á hög- um fólks sem kemur úr öðru um- hverfi. En þá veit ég að í söfnuð- inum er annað fólk sem getur betur sett sig í þeirra spor. Eiginmaður Yvonne heitir Hans G. Andersson og er mark- aðsstjóri hjá Krabbeskárs Verk- stad AB, en það framleiðir tœki til meðhöndlunar á fiski, s.s. flokkunarvélar, fœribönd o.fl. Við spurðum fyrst hvort trúin kœmi að gagni við söluna. — Já, hún er allavega ekki til sölu, svarar Hans hlæjandi. — En í starfi mínu hitti ég fjölda fólks og það hefur oft hjálpað að vera trúaður. Og ég get með góðri samvisku selt fyrsta flokks fiskvinnsluvélar! Mér finnst stórkostlegt að geta byrjað hvern vinnudag með bæn og að leggja öll mál í Drottins hönd. Það veitir mikla öryggis- kennd og mér er hjálp að því. — Margir í fyrirtæki okkar Hans G. Andersson og Yvonne Anderson.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.