Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Side 11

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Side 11
11 tíðarhorfur og nýjan frið. — Hann skoraði á ungu mennina að reyna, hvað Kristur gæti gjört fyrir þá. — — Þegar hann hefði farið að lesa biblíuna, senr hann hefði vanrækt áður, hefði hann sjeð að skilnaðarorð Krists til lærisveina hans hefðu verið: »Parið út um allan heim og prjedikið gleðiboðskap- inn allri skepnu". — Hann kvaðst hafa átt erfitt með að losast úr hernum, en samt hefði það lán- azt, svo að nú væri hann reiðubúinn að fara að Guðs viija til Kína. Loks þakkaði hann þeim, sem hefðu beðið fyrir sjer, og bað þá að halda því á- íram. Cassels sagði meðal annars, að þeir færu af stað, af því að þeir þekktu krapt Guðs bæði af eig- in reynd, og sjón í lífi annara. Kraptur hans væri ekki minni í Kína en í Englandi, ef hjörtun væru opin; þeir hefðu miklar vonir, og væru óhræddir um að þær mundu rætast. Þá talaði hann um, að allan þorra manna vantaði „hreysti trúarinnar". „Þeir lesa“, sagði hann, „í biblíunni um Ruben, sem vildi heldur gæta hjarða og búnaðar en fara í stríð, — um Gilead, sem þorði ekki að fara yfir Jórdan, og um Dan, sem gaf sig eingöngu við verzl- un. — En þeir gjöra hið sama sjálfir. Hann tal- aði hörðum orðum til allra „Rúbena, Gileada og Dana“ þessa tíma, og sýndi þeim fram á, hversu óviðurkvæmilegt það væri að hann, sem dó á kross- inum, skyldi árangurslaust hrópa á liðsmenn. C. P, Turner sagði, að nú væru 10 mánuðir

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.