Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Síða 14

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Síða 14
14 sem ýmsir sjertrúarflokkar gefa út í sameiningu, og hefur þaö optast horn í síðu ríkiskirkjunnar ensku og hreyflnga innan hennar; en í þetta sinn gat það ekki annað en verið alveg óhlutdrægt, og stóð í því daginn eftir skilnaðarfundinn meðal annars: „Það var gagntakandi sjón að sjá þessa menn, sem afsöluðu sjer glæsilegri framtíð, sem brosti við þeim, höfnuðu tignarmerkjum heimsins, sem þeim var hægðarleikur að ná í, og kvöddu glaðir tignar- lýð þjóðfjelagsins, þar sem þeir áttu þó svo marga nákomna og mikið bar á þeim, — til þess að hætta sjer í þá baráttu, sem trúin ein sjer að er dýrðleg, og fyrir þau laun ein, sem sofandi almenningi virð- ast. vera skuggar.--------Sú sjón gat ekki annað en hitað manni um hjartaræturnaJ, það var svo greini- legur vitnisburður um mátt Krists til að draga að sjer ekki að eins fáfróða og umkomulitla, heldur og fastlynda aðalsmenn og hámenntuð göfugmenni! Það var ómögulegt annað en dázt að trúarþroska þessara ungu manna, sem gaf þeim kjark til að kveðja allt, sem þeir höfðu elskað, allt sem hjart- anu hafði verið kært.-----------Það var hellirigning þegar samkoman byrjaði, en þó var hver blettur uppi og niðri í hinum afarstóra sal troðfullur af fólki". — Þessi samkoma var haldin 4. febrúar 1885. Degi seinna fóru þessir 7 menn af stað. Hraðlest- in bar þá óðfluga um þvera Norðurálfuna. í Brindisi stigu þeir á skipsfjöl, hjeldu áhrifamikla guðsþjón

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.