Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 19

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 19
19 Þessi atburður vakti afar mikla eptirtekt, og fjölda margir snerust bæði af farþegjum og skipverj- um. Gárungarnir höfðu optsagt áður: „Jeg skal snúa mjer, þegar höfuðsmaðurinn lætur sjer segjast". — Nú hafði hann látið sjer segjast bersýnilega, og var manna fúsastur til að hvetja gárungana til að fylgja dæmi sínu. En „þar sem Guð byggir kirkju byggir Djöfuilinn samkunduhús, “ og nú urðu ýms- ir svo reiðir kristniboðunum að þeir reyndu að trufla samkomur þeirra, og það jafnvel síðustu samkom- una á skipinu, en þá ias höfuðsmaðurinn all-ræki- lega yfir þeim, og þeir urðu sjer til skammar, en daglega bættist við þá trúuðu. Maður nokkur, sem varð kristniboðunum sam- ferða, skrifaði um þá á þessa leið: „Mjer verður minnistæð ferðin frá Suez til Kolombo, því að þá kynntist jeg sjaldgæfum mönnum. Það er vissu- lega sjaldgæft að sjá svo greinilega ósjerplægni og löngun til að þjóna Guði einum eins og hjá þessum 7 ungu mönnum, sem hvarvetna flytja erindi Drott- ins, og hafa hafnað öllum nautnum æskumanna, metorðum og vinum til að flytja boðskapinn um kærleika Krists til milljónanna í Kína. Þeir voru ekki hugdeigir, þeir brostu að hótunum, og vörðu djarflega málefni frelsarans, hver sem á það rjeðist. Þeir eiga ekki í vændum tignarmerki nje húrrahróp, heldur mannraunir, hættur og allskonar erflðleika, 'nnan um ]ýð, sem tortryggir göfugíyndi þeirra. Samt voru þeir öruggir, því að þeir reiddu sig á fyr-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.