Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 39
39
af því starfi, sem þeir eru skipaðir við; það er af
því, að þeir hafa fundið frelsara sinn; þú getur hins
vegar séð menn, sem fá minna og minna að lifa fyrir,
sem árangurslaust leita sér huggunar í því, að líta
aftur yfir liðnu árin, árangurslaust, af því maður-
inn er nú einu sinni skapaður til að horía áfram
og ekki til baka. Og ef þú vilt sjá, hvaða kraft
trúin á frelsarann gefur, þá far til þeirra, sem ætla
að fara að deyja. Hvað getur fríhyggjumaður sagt
við deyjandi mann, og huggað hans nánustu með?
En kristinn maður veit, að eigi er svo aumur synd-
ari til, að hann geti eigi jatnvel um elleftu stundu,
jafnvel á síðasta augnabliki, snúið sér til guðs og
fengið sálu sinni borgið.
Það er ekkert fegurra til, en að sjá mann deyja
í trúnni á drottinn sinn og frelsara. Svo hugrakk-
ur og glaður getur deyjandi maður verið, að það
sé hann, sem huggar aila þá, sem hjá honum eru.
Hvílíkur mismunur milli þess manns, er sér á and-
látsstundinni borg hins mikla konungs blasa við
framundan sér, og fer héðan fulltreystandi því, að
þjáningar þær, er hann hefir þolað, séu sem ekkert
að reikna móts við hina komandi dýrð, — og þess
manns, sem ekki hefir hugann á öðru en þrenging-
unum, og hirðir ekki að vita um neitt, sem koma
muni. Óskandi er, að margir séu þeir, er á dauða-
stundu sinni geta haft hina glöðu, huggunarfullu
skoðun á lífinu og gengið heim til þeirra bústaða,
sem Jesús hefir fyrirbúið, Guð gefi sérhverjum,