Fróði - 01.03.1913, Page 41

Fróði - 01.03.1913, Page 41
FROÐf 233 botn, á hina efstu og fremstu bæji, og hafa skilið eftir fullar birgð- ir hjá hverjum íbúa, þá verður reyndin sú, að bau hafa flutt of mikið. Það hefur verið hlaðið svo miklu á þau þegar þau liigðu á stað frá veggjum þarmana, að þau liafa ckki getað losað sig við það alt, ekki nærrj alt. Þau hafa skilið eftir meira á hverjum bæ, en heimamenn þurftu og þarna voru engar skemmur, engin úti- búr, engir kjallar;.r að geyma það, sem afgangs er. En annað- hvort vilja blóðkornin ekki, eða geta ekki flutt það með sjer burtu aftur. ]>\ í að þau hafa nóg að flytja af rusli og Kkum og eitri og ólyfjan, af ótal tegundum, með óteljandi nöfnum, sem sumir menn hafa heyrt og sumir aldrei og mundu kanske ekki skilja, þó að þeir heyrðu, eða kannast við þó að þeir sæju þau prentuð. Mikið af þessum afgangi er fita, og henni er nú hlaðið upp í öll sund og allar holur hvar sem þær finnast. Það er lfklega svo, að blóðkornin afsegi að flytja hana burtu aftur. En stundum hleðst hún upp svo mikil, að vöðvaþræð.'rnir leika í fitunni og vöðvarnir þrútna um þriðjung eða helming, þvf að fitugarður er um hvern einasta vöðvaþráð og þenur þá sundur, og sumstaðar myndast heilar hellur, hniklar eða kasir af henrii. Maðurinn hef- ur eiginlega ekkert gagn af þessu, nema til þess, að verja sig kulda, og hann hefur óhægð af þvf, Þetta tiefur aldrei átt að flytjast með blóðinu út um líkamann, en þetta er ekki blóðinu að kenna heldur manninum sjálfum. Þá er tannpína, eyrnaverlcur og sársauTii, hvar sem er um lfkamann, hjer um bil æfinlega afleiðing af þvf, að líkaminn hefur ekki gctað kastað frá sjer rusli eður óhreinindum þeim, sem inn f liann hafa borist og ekki komast út. Vcst er þó stýflan f þörm- unum eður hægðaleysi. Menti skyldu festa sjer það í huga, að sársauki orsakast æfinlega af þvf, að eitt eður annað fast efni þrýstir eða þrengir að einni eður annari tilfinningartaug. Það get-

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.