Muninn - 01.04.1966, Page 15
Páskaleyfi var gefið 5. apríl, og hófst
kennsla að nýju miðvikudaginn 13. apríl.
Þann dag var hringt á Sal, og sögðu þar þrír
suðurfarar lrá nemendaskiptum, en þau
stóðu yfir 21. til 27. marz.
Karlakórinn Geysir söng fyrir nemendur
á Sal finnntudagskvöldið 14. apríl undir
stjórn Árna Ingimundarsonar. Aðsókn var
allgóð, enda aðgangur ókeypis.
Síðasta samkoma Hugins á þessum vetri
var föstudaginn 22. apríl. Þar voru lesnar
tvær íslenzkuritgerðir sjöttubekkinga, —
þeirra Guðgeirs Ingvarssonar og Sigurmars
Albertssonar. Var þetta athyglisverð nýjung
í starfi félagsins, sem hefur verið óvenju
gróskumikið í vetur.
Dimission var laugardaginn 23. apríl.
Óku sjöttubekkingar þá um bæinn og
kvöddu kennara sína. Ymsum hraut þá hagl
af auga. Um kvöldið var svo ágætavel
heppnuð samkoma, sem 5. bekkur annaðist
að vanda.
Starfsemi kvikmyndaklúbbsins hefur
gengið að óskum. Sýndar voru alls 7 mynd-
ir fyrir dimission. Flestar voru þær eftir
víðfræga leikstjóra, m. a. Sergej Eisenstein,
Federico Fellini, og Carl Dreyer.
Að gefnu tilefni verður ekkert sagt frá
starfsemi Raunvísindadeildar að þessu sinni
og lýkur hér annálum þessa vetrar.
Btingsi.
— Par sem skuggarnir...
Framhald af blaðsíðu 115.
horium. Hann gekk hægt út í skóginn,
horfði á svört trén, sem nú virtust sofa,
lieyrði lækjarniðinn berast á ósýnilegum
vængjum utan úr húminu, og f’ann, að hann
hafði eignast nýjan vin. Hann settist niður
\ ið stórt tré, hallaði sér upp að því og virti
fyrir sér allt þetta myrkur.
— Þegar sólin varpaði fyrstu geislum sín-
um yfir skóginn, sat hann enn á sama stað
og brosti í svefninum. F.
— Við hafið
Framhald af blaðsíðu 120.
Hann beygir sig fram og gengur í hring.
„Af hverju ertu alltaf glottandi, þegar þú
dregur?“ Köggull hafnar á baki lians og
annar á öxlinni. Hann finnur til en reynir
þó að halda brosinu.
„Þú óskaðir okkur áframhaldandi snjóa,
skepnan þín“. Nú hitta þeir í hnakkann.
Marrið í vindunni hækkar sífellt. Glott
sjómaður herðir gönguna í kringum vind-
una.
Minnsti álfurinn hrækir í átt til hans.
Hópurinn lilær og losar sig við ísbirgðirn-
ar.
Glott heyrir ekkert og sér ekkert. Aðeins
marrið. Spýtan nuddast við járnið. Snjór
hefur komizt á milli, og hávaðinn er ær-
andi.
Álfurinn hrækir aftur.
Glott sjómaður rétt skynjar álfana í gegn-
um marrið. Grár sjórinn og hvítur snjór.
En það er marrið, sem sker hann. Marrið.
Af hverju sjá þeir hann ekki í friði? Hvað
hefur liann gert? Þeir eru sífellt að erta
hann.
Hann heyrir marrið vaxa. Háar, óreglu-
bundnar stunur, sem koma alltaf hraðar og
hraðar.
„Segðu okkur, hvers vegna þú ert alltaf
glottandi. Af hverju gerir þú . . . “ .
„Þegið þið. Látið mig í l'riði. Ég liefi
aldrei gert neitt. Skiljið þið það ekki? Lof-
ið mér að hafa sjóinn hérna í friði.“
Glott sjómaður veltur niður af vindu-
pallinum, en hrasar í fjörunni og dettur á
grúfu.
Álfarnir hlaupa í burtu.
Þrösturinn, sem flaug yfir hann í ætisleit
áðan og vappaði í fjörunni, er liorfinn.
Enginn finnur neitt.
Glott sjómaður lítur upp og út yfir haf-
ið. Ætli það sé ekki bezt að fara heim, hann
er að verða gamall.
Sig.
MUNINN 123