Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1966, Side 18

Muninn - 01.04.1966, Side 18
HVER ERT ÞU? Hver ert þú, að hár þitt fegra sé hafsins fleti gullroðnum setri sólar? Hver ert þú, að bliki bjartar þín brúnaljós en tindrandi augu tómsins? Hver ert þú, að fölni og blikni þær fegurstar voru rósir við rauðar varir? ÓBOÐINN GESTUR Hver ert Jm, að hrjúfar verði hjalandi lindir, er silfurtær hlátur þinn hljómar? Eg er bergrisinn sem kom út úr kletti sínum og tók sér bústað meðai mannanna nátttröllið sem festi ekki yndi í saggasömum helli sínum hjá sínum líkum. Þú ert hún, sem einni ann ég, blíðust, bezt. Þig vil ég gleðja gjöfum þeim, er ljúfastar veittar verða. Og nú stend ég hér í dagsljósinu óboðinn gestur liorfi á fólkið í kringum mig heyri ])að syngja söngva á máli sem ég skil ekki. h. h. Gr. E. MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.