Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 18

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 18
HVER ERT ÞU? Hver ert þú, að hár þitt fegra sé hafsins fleti gullroðnum setri sólar? Hver ert þú, að bliki bjartar þín brúnaljós en tindrandi augu tómsins? Hver ert þú, að fölni og blikni þær fegurstar voru rósir við rauðar varir? ÓBOÐINN GESTUR Hver ert Jm, að hrjúfar verði hjalandi lindir, er silfurtær hlátur þinn hljómar? Eg er bergrisinn sem kom út úr kletti sínum og tók sér bústað meðai mannanna nátttröllið sem festi ekki yndi í saggasömum helli sínum hjá sínum líkum. Þú ert hún, sem einni ann ég, blíðust, bezt. Þig vil ég gleðja gjöfum þeim, er ljúfastar veittar verða. Og nú stend ég hér í dagsljósinu óboðinn gestur liorfi á fólkið í kringum mig heyri ])að syngja söngva á máli sem ég skil ekki. h. h. Gr. E. MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.