Muninn

Årgang

Muninn - 29.10.1987, Side 3

Muninn - 29.10.1987, Side 3
R itstjórnarpistill Nú ber fyrir ykkar augu fyrsta tölu- blað Munins í vetur og er það jafnframt 60 ára afmælisblað. Þau undur gerðust að blaðið kom út á afmælisdaginn og hefur það ekki gerst svo elstu menn muna. Eins og alltaf var ákaflega erfitt að fá efni í blaðið, þrátt fyrir að ritstjórn setti upp kassa þar sem nemendur gátu skilað af sér efni. Alls bárust í þennan kassa 7.50 kr. sem telst ekki gott, það telst misskilningur. Af þessu leiddi að ritstjórn neyddist til að skrifa stóran hluta af efninu sjálf sem er ákaflega ó- æskilegt. Það verður reyndar að taka með í reikninginn að aðeins eru tvær vikur liðnar af skólaárinu þegar allt efhi þarf að hafa borist ritstjórn en nemendur hafa varla áttað sig á að skólinn sé byrjaður. Við í ritstjórn vonumst hins vegar til þess að þið verðið framvegis dugleg að skrifa og ófeimin við að koma ritsmíðum ykkar í kassa Munins. Fullt nafn verður að fylgja greinunum, en ef óskað er nafnleyndar er það ekki nema sjálfsagt og heitir ritstjórn algjörum trúnaði. Að sjálfsögðu er alltaf hægt að koma ritsmíðum til ritstjórnarmeðlima nú sem áður. Blaðið birtist nú með eilítið öðru sniði og meðal breytinga má nefna endur- skoðun á hlutverki Lesbókar Munins sem hér eftir verður blað menningar og lista. Það þýðir að í Lesbók birtast ekki eingöngu smásögur og ljóð heldur einnig almenn umfjöllun um listvið- burði, listastefnur og hin 'ýmsu svið menningar. Ritstjóri Lesbókar er Hlynur Hallsson. Efni sem birtast á í Lesbók má færa Hlyni, setja í kassa Munins eða færa einhverjum i ritstjórn. í vor gáfu tíu ára M.A. stúdentar skól- anum veglega gjöf, Macintoshtölvu ásamt prentara og tilheyrandi búnaði. Tölva þessi skal notuð í þágu nemenda og hefur henni verið komið fýrir á skrif- stofu skólafélagsins. Þetta þýðir í raun byltingu við vinnslu blaðsins þar sem nú á að vera mögulegt að setja texta og brjóta hann um innan veggja skólans sem er mun ódýrara og auðveldara á allan hátt heldur en í prentsmiðju. Nokkur ruglingur hefur verið á ár- gangatali blaðsins og hefur ritstjóri tekið á það ráð að leiðrétta það í eitt skipti fyrir öll. Hér eftir verður árgang- urinn miðaður við skólaár en ekki almanaksár þannig að fyrsta tölublað hvers skólaárs verður jafnframt fýrsta tölublað árgangsins. Nú hefur ritstjórn lokið erfiðu verki og nú eigið þið næsta leik, við erum byrjuð að taka við efni í næsta blað. Ritstjórn óskar lesendum Munins far- sældar í námi og biður þá heila að lifa. áwz- 3

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.