Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 10
ÞETTA ER AUGLÝSING
TAKIÐ EFTIR:
Skólinn og skólafélagið keyptu á síðasta
skólaári fyrirmyndar myndbandstökuvél sem
ber heitið Panasonic og einkennisstafina NV-
M5B. Þetta er fjölhæf vél sem notar VHS
spólur og eru þær settar í vélina sjálfa. Hægt
er að nota hana sem myndbandstæki, setja
hljóð inn á myndir sem teknar hafa verið o.fl.
Vonast er til þess að vélin verði mikið notuð í
vetur enda var hún til þess keypt.
í vetur verður skipuð stjórn sem sér um öll
mál myndavélarinnar. Þegar eru komnir í
stjórnina tveir gamlir og reyndir menn, en þeir
verða fulltrúar 2. og 3. bekkjar í stjórn. Þá
vantar eins og gefur að skilja fulltrúa fyrir
bæði 1. og 4. bekk. Þeir sem hafa áhuga á
þessu starfi eru beðnir um að koma
umsóknum í kassa Munins fyrir 15.
nóvember n.k. Umsækjendum verður að vera
hægt að treysta fullkomlega fyrir vélinni,
einnig þurfa þeir að kunna að fara með svona
vélar og helst verða viðkomandi að hafa
einhverja reynslu í myndatöku.
Einnig verður áreiðanlegum nemendum leyft
að fá vélina lánaða í stuttan tíma, þá til nota
við kvikmyndagerðar, eða við töku á einhverju
semtengist skólanum. Kennarar hafa sjálfsagt
ráðgert einhverjar tökur og munþá stjórn
MYMA vera þeim innan handar við töku
þeirra mynda.
Langflestir atburðir í skólanum verða teknir
upp á band og er þetta því töluvert starf þegar
mikið fer að gerast í félagslífi skólans. Þó ætti
það ekki að vera neinum ofviða.
Myndbandstökuvélin er ný og því vantar
eðlilega marga aukahluti með henni en þeir
verða vonandi keyptir í vetur.
Mynbandasafn er byrjað að myndast og
verður öllum myndum haldið til haga og á
vegum stjórnar MYMA verða vonandi
einhverjar þeirra sýndar í vetur. Þegar eru
komnar tíu fullar spólur og verður fjöldi þeirra
á vetri svona 10 til 15.
Vonast er til að samstarf milli VMA og MA
geti orðið í vetur því með samstarfi við aðra
skóla skapast grundvöllur fyrir betri
myndatökum og fjölbreyttara myndefni.
VMA-menn eru nokkuð sjóaðir, hafa átt vélina
sína í nokkur ár, en það er 8 mm SONY vél.
Þeir eiga töluvert af fýlgihlutum fyrir vélina
sína og reynsla er einnig fýrir hendi og því er
gott að fá ráð hjá þeim.
Þá er bara að skrifa nafnið sitt og bekk á blað
og stinga því í umslag og svo í kassann ef þú
ert áhugasamur áhugamyndari. Nánari
upplýsingar fást hjá Jóni Hjalta í 4U, Baldri
3X og Hauki 2X.
Mynd-
bands-
töku-
vélin