Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 56
Dularfullu kattahvörfin
Eftír græna manninn og venjulegu vinina hans
—Þá eru það dularfullu katta-
hvörfin, 78. kafli. í Breiðholti
tapaðist köttur, svartur með
hvíta bringu, ljósbrúna rófu
og grænan trefil, haha! Finn-
andi hringklikk!...
Leiðinlega fyrirmyndarút-
varpsstöðin þagnaði skyndi-
lega þegar Haukur slökkti á
iitla mónóútvarpinu sínu.
Hann horfði augnablik út um
gluggann en snéri sér síðan
snögglega við. Hann ieit á
kjötleifarnar á eldhúsbekk-
num, bölvað drasl. Hann
beygði sig niður, dró út skúffu
og tók upp piastpokarúllu.
Hann ieit augnablik á leifar-
nar, en gekk síðan hvatlega að
eldhúsbekknum og mokaði
leifunum ofan í poka og henti
honum í ruslagatið frammi í
stigahúsinu. Haukur henti sér
ofan í leðurhægindastól og
andvarpaði. Þetta hafði verið
virkilega erfiður málsverður.
Hann hentist skyndilega upp
úr stólnum og reif upp hurð-
ina á eldhússkápnum, teygði
sig í lítinn pakka og tók úr
honum tannstöngul. Á leið
sinni að hægindastólnum
kveikti hann á útvarpinu.
—Hér er önnur tilkynning um
týndan kött...klikk.
Hann slökkti aftur á útvarp-
inu og í því hringdi dyrabjall-
an. Hann gekk til dyra og
opnaði. Sigríður gamla á neðri
hæðinni stóð skælbrosandi
fyrir utan með þykka, gráa
hárið sitt út í loftið.
—Nei, góðan daginn Sigríður,
sagði Haukur brosandi.
—Sæll og blessaður, svaraði
gamla konan og Haukur bauð
henni inn og hellti kaffi í bolla
handa henni.
—Alveg er það merkilegt hvað
týnist af köttum núorðið, út-
varpsstöðvamar eru yfirfullar
af tilkynningum um týnda
ketti.
—Já, alveg er það nú merki-
legt, svaraði Haukur og hellti
kaffi í bollann sinn. Sigríður
byrjaði að tauta um frænku
sína sem hefði dottið í hálku
og brotið handlegg og gler-
augu.
Viku síðar renndi bíll upp að
fjölbýlishúsinu sem Haukur
bjó í. Það var hann sjálfur.
Hann nötraði eilítið, en það
var svo sem ekkert skrýtið,
hann var framkvæmdastjóri
fyrirtækis sem telst stórt á
íslenskan mælikvarða og á
herðum hans hvíldi mikil á-
byrð. Fyrirtækið hafði nýlega
hlotið nafnbótina Besta nýja
fyrirtækið. Þó var það ekki
streitan sem olli skjálftanum.
Það sem olh honum var það
sama og olli því að augun voru
grænleit og hálf-sjálflýsandi.
Haukur gekk að fjölbýlishús-
inu en í stað þess að fara inn
gekk hann með húsveggnum
og fyrir hornið. Hann gekk
afturfyrir bygginguna og leit
yfir garðinn. Hann var prýdd-
ur mörgum mnnum og trjám
sem voru í fullum skrúða,
enda mitt sumar. Haukur sá
kött læðast bak við einn runn-
ann. Hann hélt niðri í sér
andanum og horfði á köttinn.
Skjálftinn jókst. Haukur
læddist að kettinum, leit ró-
lega í kringum sig og beygði
sig síðan niður að honum.
Eldsnöggt greip hann báðum
höndum um köttinn og keyrði
hann upp að bringunni. Hann
reis rólega upp og leit í kring-
um sig. Hann hélt kettinum
innan við frakkakragann og
gekk að fjölbýlishúsinu.
Hann fór inn bakdyramegin,
gekk í gegnum hjólageymsl-
una og að lyftudyrunum.
Hann nötraði eins og lauf í
vindi. Lyftan kom niður eftir
andartak. Þegar hún opnaðist
stóð Sigríður gamla skæl-
brosandi fyrir innan. Hún
gekk út og heilsaði. Haukur
tók skjálfandi undir kveðjuna
og steig inn í lyftuna. Dyrnar
lokuðust á eftir honum og
hann leit snöggt í spegilinn.
Augun voru skærgræn og
sjálflýsandi. Hann bölvaði
sjálfum sér fyrir að hafa ekki
keypt sólgleraugu, þetta var
allt of áberandi. Hendurnar
skulfu þegar hann reif köttinn
undan kraganum. Haukur
horfði á hann augnablik og
beit síðan eyrað af honum og
tuggði með áfergju. Kötturinn
spriklaði og hvæsti og Haukur
56