Muninn

Årgang

Muninn - 29.10.1987, Side 24

Muninn - 29.10.1987, Side 24
ár. Það er nú ekki lengra síðan að skólagangan var svona tak- mörkuð. Hélstu þá skólagöngunni áfram eftir bamaskóla? Nei, þá nebblega gerði ég langt hlé. Þá var skólaskylda ekki nema til 13 ára aldurs og ef maður fór ekki áfram í skóla, í þann bekk sem nú kallast 7. bekkur, þá varð maður að vera einn vetur í við- bót í barnaskóla, þ.e.a.s til 14 ára aldurs. Ég gerði það þar sem ég mátti ekkert vera aðþví að fara að heiman, en bróðir minn sem er ári eldri fór beint hingað í Menntaskólann og slapp þannig við að vera í efsta bekk barnaskólans. Hann fór held ég eftir 13 ára aldur, en ég varð að vera heima til að hjálpa til við búskapinn. Þess vegna gerði ég hlé og ætlaði mér reyndar ekki að fara í skóla áfram en mamma var nú alltaf að tuða í mér að ég ætti að halda áfram þannig að hún fékk því framgengt að ég hélt áfram og sótti um skólavist í Reykjaskóla. Það voru ekki nema tveir skólar sem komu til greina, Reykjaskóli og Laugar. Þetta voru þeir skólar sem voru næstir, nema þá að fara hingað til Akureyrar og hér var ekki heimavist þannig að ég varð að velja milli hinna tveggja. Var þá heimavistin héma ekki fyrir þá sem vom í gagnfræðadeildinni? Nei, ég held að nemendur í lægri bekkjunum hafi ekki fengið að vera á heimavistinni, þannig að þetta kom bara af sjálfu sér. Eg var orðinn 16 ára gamall þegar ég fór í það sem núna heitir 7. bekkur, en samt var ég ^ ekki í hópi elstu manna. í Reykjaskóla tolldi ég svo í þrjú ár. Síðan kemurðu hingað. Já, og ég get varla sagt að ég hafi farið héðan síðan. Heldur þú að það sé betra fyrir fólk utan af landi að koma fleiri saman í skól- ann? Það er áreiðanlega mjög þýð- ingarmikið að hafa einhvern sem maður getur borið sig saman við og leitað til þegar eitthvað bjátar á. Þess vegna erum við nú að reyna að halda í þetta bekkjakerfi hérna, það á að stuðla að því að menn eignist frekar félaga. Að vísu kemur heimavistin að hlutatil á móti því. Það hefur stundum verið sagt að í rauninni er enginn skóli betur til þess fall- inn að starfrækja algjörlega óbundið áfangakerfi, því að hérna verða alltaf mikil kynni milli nemenda. /Etlaðir þú alltaf að koma hingað eftir að hafa klárað Reykjaskóla? Ég var orðinn ákveðinn að koma ekki hingað, því ég ætlaði mér alltaf að fara í Tlekniskólann, og var raunar búinn að ræða við skólastjór- ann í Iðnskólanum og ætlaði í iðnnám og svo í tækninám, var alveg búinn að ákveða að verða tæknifræðingur. Ég fékk mjög góðar einkunnir á landsprófi bæði vegna þess að ég var nokkuð eldri en margir þarna á Reykjaskóla og svo var alltaf setið yfir manni við lærdóminn. Það þótti því ekki hæfa að maður með þannig einkunnir færi í iðnnám. Það hefur líklega þótt sóun áhæfi- leikum. Finnst þér ennþá ríkja sá andi að maður með góðar einkunnir sé skyldaður til að fara í mennta- eða fjöl- brautaskóla? Nei, þetta virðist vera að breytast. Það hefur komið í ljós eftir að Verkmenntaskól- inn var stofnaður að menn “hafa leyfi' ‘ til að fara í Verk- menntaskólann þó að þeir séu með góðar einkunnir. Hvar bjóst þú þegar þú varst hérna í skólanum? Ég bjó á gömlu vistinni, það er að segja uppi undir risi niðri í gamla skóla. Var ekki draugagangur þar? Eg heyrði einhverntíma sögu um það að það hefði einhver hengt sig þarna uppi en ég veit ekki hvað er til í því. Ef það eru draugar hérna hljóta þeir að vera góðir draugar því ef enginn liti eftir húsinu væri það sjálfsagt fyrir löngu brunnið. Það kviknaði reynd- ar einu sinni í húsinu á meðan ég var hér í skóla. Það var strákur sem hafði farið út að reykja í einhverjum frímínút- unum og stungið logandi píp- unni í vasann. Síðan fer hann inn og hengir af sér frakkann, því á þessum tíma gengu menn almennilega til fara, í jakka og skyrtu með bindi upp á hvern einasta dag. Það voru ekki nema Suðurnesja- menn sem gengu í rúllukraga- peysum og ekki með bindi, þeir þóttu mjög kæruleysis- legir í klæðaburði. En þessi maður var sem sagt í frakka eins og allflestir á þessum tíma og hengdi hann upp beint á móti Valhöll og fór svo inn í tíma. Náttúrulega kvikn- aði í frakkanum á meðan. Það var farið að loga vel og þilið fyrir ofan sviðnaði áður en einhver tók eftir þessu. Þá voru engir reykskynjarar og bara hending að einhver sá til. Hvaða hefðir voru í skól- anum þegar þú varst hér, hafá einhveijar lagst af og einhveijar komið í staðinn? Söngsalur var miklu algengari þá heldur en nú og gangaslag- ir, en þeir voru raunar að leggjast af þegar ég var hér í skóla. Það hafði víst verið mikið fjör áður. Það var raun- ar tolleringaástand. Menn börðust og tóku herfang í stof- um og höfðu með sér í aðrar stofur og brutu og brömluðu. Það var daglegur viðburður

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.