Muninn

Årgang

Muninn - 29.10.1987, Side 14

Muninn - 29.10.1987, Side 14
3BÍÓFÉLAG MA Garpur Sigurður Páll Sigurðsson. Þú ert blaðafulltrúi nýs félags hér í skólanum. Geturðu sagt mér eitthvað um þetta félag? Ja, ég vil nú byrja á því að leiðrétta starfsheiti mitt, ég er forstöðumaður fræðslu- og upplýsingadeildar félagsins. Þetta félag heitir Þrjúbíófélag M.A. og markmið félagsins er að efla þroska einstaklingsins og hæfni til að skynja meistaraverk kvikmyndasögunnar. I hverju verður starfsemi ykkar fólgin í vetur? Ja, vetrarstarfið verður í því fólgið að farið verður á allar þrjúbíósýningar niðri í Borgarbíói. Þannig að þið vonið að þrjúbíósýningar verði sem flestar í vetur? Já, að sjálfsögðu. FéVÍMA Félag vinstrimanna í M.A. Eiríkur Sigríðarson Jóhannsson Eiríkur Sigrxðarson Jóhannsson er formaður FéVÍMA. Hvað er FéVÍMA? Það er, hvað eigum við að segja, félag vinstrimanna í MA. Hvernig byggist starfsemi ykkar upp? Starfsemin byggist upp á því að fræða félagsmenn um vinstri stefnur, og þær eru eins og alþjóð veit klofnar í margar áttir. Þegar við komum saman tölum við um vinstri arm stjórnmálanna eins og þau horfa við okkur nú á tímum. Einnig munum við leitast við að fá í heimsókn virta vinstrimenn og jafnvel halda kappræðufundi. (Sorrí Eiki). aw

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.