Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 33

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 33
nokkurra ára skeið hefur ver- ið gefið frí í skóla á afmælis- degi Matthíasar Jochums- sonar, 11. nóvember, eða ein- hverjum öðrum heppilegri nærliggjandi degi. Þetta leyfi kom í stað mánaðarfrís, en þau voru annars með öllu af- tekin með ráðherrabréfi fyrir nokkrum árum. FYRSTI DESEMBER Lengi vel var haldin sérstök hátíð í skólanum á fullveldis- degi íslendinga, 1. desember. Arshátíð skólans var hins vegar haldin síðari hluta vetrar. Alllangt mun nú síðan þessum tveimur hátíðum var slegið saman í eina og lengi hefur hún verið nefnd fyrsti des eða einfaldlega desinn. Hins vegar vill svo skemmtilega til að í Menntaskólanum á Akureyri er fyrsti des jafhan þann 30. nóvember! JÓLAFRÍ Jólaleyfi er engin sér hefð M.A., en hins vegar var tek- inn upp sá siður þegar Þórar- inn Björnsson skólameistari varð fimmtugur að gefa jólafrí hér í skóla þann 19. desember. Það var einmitt afmælisdagur meistara, en samkvæmt reglu skyldi kennt til 21. desember. í þessu sam- bandi er venja að segja sögu um það þegar Brynjólfur Sveinsson, kennari, kallaði nemendur á Sal og tilkynnti að bylting hefði verið gerð í skólanum og hér með hæfist jólaleyfi. Stefán kann þá sögu - og e.t.v. fleiri. SALUR Hér áður fyrr, meðan skólinn var mannfærri en nú, var al- gengt að skólameistari kallaði nemendur á Sal. Tilefnið var iðulega eitthvað sem viðkom skólanum og stjórn hans en þó var jafnvel til að meistari fyndi hjá sér þörf fyrir að deila hug- leiðingum sínum með nem- endum. Ennfremur bar oft við að skólann heimsóttu vísir menn sem fluttu fræðileg er- indi á Sal eða listamenn og skáld sem sungu þar, lásu og léku verk sín. Þetta lagðist smám saman af eftir því sem nemendum fjölgaði og von- laust varð að koma fyrir nema broti af nemendum á Sal. Söngsalur var áður mun oftar en nú. Oft þurfti að syngja á Sal og biðja um söngsal (eða mánaðarfrí) í nokkra daga áður en meistari lét undan og umsjónarmaður tvíhringdi. VETRARFRÍ Eftir að upp var tekið tveggja anna áfangakerfi hefur það gerst í fáein ár að nokkurra daga hlé hefur verið á skóla- starfi að loknum haustann- arprófum og fyrir upphaf vorannar. CARMINA Það hefur verið óslitin hefð í áratugi að nemendur í síðasta bekk skólans gefa út bók með teiknuðum myndum af sér og textum um sig. Upphaflega var Carmina að vísu eins konar ljóðasafn, enda er carmen ljóð á latínu. Lengi hélst sá siður að yrkja í Carminu, jafnvel bragi um heila bekki, en úr því hefur dregið mjög í seinni tíð. Carminuball var lengi vel eini dansleikur nemenda sem haldinn var utan skólans, áfengislaust ball í öldurhúsi. DIMISSIO Víða lifir latínan í skólum þótt latínukennsla heyri svo gott sem sögunni til. Að baki nafninu Dimissio býr sú merking að þá eru nemendur síðasta bekkjar sendir í braut, kvaddir. Á seinni árum hefur burtför nemenda orðið meiri viðhöfn en áður. Tíðkast hefur í nokkur ár að neðribekkingar beri þá upp Ástarbrautina og kveðji þá með fjölbreytilegri viðhöfn í Stefánslundi að morgni dags. Síðan hefst hin hefðbundna ökuferðum bæinn, þegar burtfarandi nemendur kveðja kennara sína og þær stofnanir sem þeir hafa mest þurft að leita til á skólatíma sínum. Skrautlegir búningar hafa tíðkast í þeim ferðum í um tíu ára skeið. Dimissio er öðrum þræði álíka viðamikil kvöldhátíð og Fyrsti des. Lengst af var þessi samkoma í húsum skólans eins og árshátíðin en í fáeinár hefur Dimssio verið í Sjallan- um, enda þar rúmbetra en á Sal eðai'Möðruvöllum. Þá er orðinn siður að verðlaun íþróttafélags M.A. eruveittá Dimissio. Hér verður látið staðar numið í þessari upptalningu. Vert hefði verið að geta fleiri hefða í skólalífinu eins og Listadaga og Litlu Olympíuleikanna, sem hafa verið reglulega um nokkurra ára skeið og Viðarstauks, sem er fimm ára gömul hefð. Sitthvað kann að vera ónákvæmt í þessu yfirliti, en þá er við mig einan að sakast. svpáll Til sölu er Commodore 128, fjölhæf- asta 8 bita heimilistölvan á markaðnum. Með henni fylgir diskadrif, sv/hv sjónvarp, kassettutæki og fjöldi annarra fylgihluta. Uppl. hjá Jóni Hjalta 4U, eða í síma 21619. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.