Muninn - 29.10.1987, Side 58
Smásagnasamkeppni
Munins
Ritstjórn hefur ákveðið vegna gífurlegs fjölda
áskorana að koma á fót smásagnasamkeppni
og mun hún heita Smásagnasamkeppni Mun-
ins, skammstöfuð SM. Þær smásögur sem
berast verða allar birtar í jólablaði Munins auk
þess sem verðlaunasögurnar verða birtar á
tveimur stöðum í blaðinu. Verðlaunin verða
mjög vegleg, allt frá krónum 500 fyrir þriðju
verðlaun og í 1150 fyrir fyrstu verðlaun. Onnur
verðlaun hafa ekki enn verið ákveðin.
Mjög strangar reglur gilda í þessari keppni.
Verða þær nú taldar hér upp:
1) Sagan skal vera smásaga.
2) Sagan skal vera rituð á íslensku.
3) Sagan skal vera rituð á pappír.
4) Sagan skal heita eitthvað.
5) Sögunni skal skilað.
Eins og sjá má eru þetta mjög strangar reglur
og er ekki víst að allir geti farið eftir þeim. Við
urðum að setja þær vegna þess að fjöldi smá-
sagna hefði annars farið úr hófi og við kannski
þurft meira en hálfa síðu undir þær.
Sagan skal berast með dulnefni og er skylda
að það sé tekið úr dýraríkinu, einnig skal fullt
nafn ásamt kennitölu höfundar fylgja í lokuðu
gluggaumslagi sem merkt er ritstjórn, dul-
nefni, og svo skal höfundur skrifa nafn sitt
aftaná, ef ritstjórn verður hætt störfum vegna
efnisflóðs sem búast má við frá nemendum í
jólamánuðinum, svo að umslagið megi ekki
týnast. Ef menn nenna ekki þessu dulnefna-
standi skal því sleppt og sögunni hent í kass-
ann, eða í næsta ritstjórnarfulltrúa.
Skilafrestur er áður en blaðið kemur út.
Kassinn verður uppi á vegg á þriðjudögum og
föstudögum milli klukkan 22 og 24 og er það
kannski ástæðan fyrir því að ekkert efni hefur
komið í hann hingað til.
Ritstjórn ber að geta þess að allt sem hefur
komið fram í þessu söguboði er fúlasta alvara.
<4ideon hafði savsf h
e\ö^" nægantíma Henn1&k ma
V SVyeriðleystur.Þe^f™Je >V/.Ío .4?
/r o
58 - //*///<//n &