Muninn

Årgang

Muninn - 29.10.1987, Side 23

Muninn - 29.10.1987, Side 23
“Ætlaði aldrei að koma hingað“ Viðtal við Gunnar Frímannsson konrektor Tfexti og myndir: Ritstjórn Einn góðan veðurdag voru tvær manneskjur á hlaup- imi á skólalóðinni. Þær voru með lítið upptöku- tæki í vasanum. Ónnur manneskjan hrasar, en dettur ekki. “Við erum að verða of sein...“ segir hin um leið og þau hverfa inn rnn bakdyr Gamla skóla. Bank, bank, bank. “Kom inn“, heyrist vingjamlegri röddu innan úr herbergi konrektors. Við vorum komin til að taka viðtal við Gunnar Frímannsson og þegar við höfðum komið okkur fyrir snöruðum við fram óvæntri en úthugsaðri og jafnt dularfullri spum- ingu: Hvaðan ertu? Ég er hérna utan úr Hörgár- dalnum, nánar tiltekið frá Garðshorni. Fórstu strax til Akureyrar í skóla? Nei, ég var í merkum barna- skóla á Þelamörkinni fyrst. Það var mjög merkilegur skóli. Þetta var gamall Breta- skúr sem hafði verið tekinn undir kennslu. Ég giska á að skúrinn hafi verið u.þ.b. helmingi stærri en herbergið hérna. Var þá bara einn bekkur í skólanum? Það var einn bekkur, það er að segja það var ein stofa og það voru allir saman í stofu frá 8 upp í 13 ára. Það voru að vísu ekki nema 15 krakkar í skól- anum í einu þegar mest var. Þetta var svo sem ekkert stórt en þarna voru allir í sama bekk. Mjögmerkilegstofnun. Það var farkennari sem fór á milli og kenndi í mánaðartíma hjá okkur og svo fór hann fram í Öxnadal og kenndi þar í jafnlangan tíma. Við fengum því hálfa skólagöngu. Ég hélt að þetta kerfi hefði ekki lengur verið við lýði á þessum tíma. Já, ég hélt líka að ég væri með allra yngstu mönnum sem hefðu farið í gegnum þetta, en við vorum einu sinni að ræða þetta á kennarastofunni og þá kom í ljós að allir sem voru inni í þetta skiptið, en það voru ekki nema 5 eða 6, en þó 5 eða 6, höfðu verið í sams- konar skóla og þar af 3 eða 4 yngri en ég. Ein þeirra, sem ég giska á að hafi orðið stúdent '12, hafði ekki byrjað í skóla fyrr en 10 ára gömul en fékk þá líka fulla kennslu í 3 eða 4

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.