Muninn - 29.10.1987, Side 42
frumvarp í 21 grein til laga um
Menntaskólann á Akureyri og
þar með var hann formlega stofn-
settur.
Nú fór nemendum sífellt fjölg-
andi og gerðist þá brýnna að
fá fleiri herbergi fyrir nemendur.
Þann 27. ágúst 1946 hófst svo
bygging heimavistarinnar og var
hún í nær tvo áratugi í byggingu.
Þá tók við bygging annars húss,
. en hafist var handa við að reisa
Möðruvelli 29. júlí 1967. í þessu
húsi var gert ráð fyrir átta
kennslustofum og stórum sal
sem nota ætti undir samkomur
nemenda og losa átti þar með
gamla Sal ”við mikla og
hættulega áreynslu, er allt virtist
ætla niður að keyra undan þunga
dansandi mannfjölda, svo að gólf
svignaði og gekk í bylgjum”
(Saga Menntaskólans á Akureyri
II, bls.57,d.l). Skólameistara
Steindóri Steindórssyni var af-
hent húsið tveimur árum seinna,
29. ágúst 1969, við hátíðlega at-
höfh. Þá var húsinu gefið það
nafn sem það ber enn í dag.
Nokkuð erum við nú farin að
nálgast vora tíma og hefur lítið
verið um nýbyggingar á vegum
skólans undanfarin ár, nema þá
helst viðbyggingin við fjósið sem
hýsir verkstæði skólans og var
tími til kominn að stækka það.
Aðallega hefur verið unnið að
endurbótum á húsunum. Þakið
á gamla skólanum hefur verið
endurnýjað á síðustu árum, auk
þess sem tréverki á burstum
skólans hefur verið komið í fýrra
horf. Brunaæfingar eru reglu-
lega og var ekki vanþörf á því að
koma upp brunavörnum í þessu
82. ára gamla húsi, enda er það
mjög eldfimt (sjá jólablað Mun-
ins 1986 bls. 34).
Ekki er það í fýrsta sinn í ár sem
viðgerð á fjósinu fer fram. Syðsti
hluti þessa íþróttahúss, þ.e.a.s.
þar sem sturtuklefarnir eru, var
á sínum tíma hesthús og fjós
Jóns Hjaltalín skólameistara.
Síðar var svo bætt við belg norð-
an við hesthúsið og því sjálfu
breytt í búnings og sturtuklefa.
Oftar en ekki hafa sturtu-
klefarnir lekið og skemmt út frá
sér. Einnig hefur kuldi valdið
kennslustoppi. Veturinn 1944 til
1945 fór fram gagnger viðgerð á
leikfimihúsinu og dugði sú
viðgerð fram til 1966. ”Svo var
komið haustið 1966 að
leikfimihúsið var ónothæft vegna
leka úr baðklefa sem bæði
eyðilagði einangrun hitaleiðslu
og setti raflögn í hættu. Þá hafði
gólfkuldi ætíð verið mesta
vandamál. Mátti heita að
stundum væri gólfið svellað á
morgnana. Ekkert hafði þá verið
gert til viðhalds húsinu síðan
stóra viðgerðin fór fram. En nú
varð ekki undan ekist, er
yfirmenn brunamála bönnuðu
notkun hússins, nema viðgerð
færi fram. Fór þá fram gagnger
umbót á baðklefa, hitadunkar
voru einangraðir að nýju og
komið fýrir dælingu á heitu lofti
frá kyndiklefa undir gólfið.
íþróttaaðstaða menntskælinga batnaði til muna eftir að íþróttahöllin var
tekin í notkun.
4 2 r rr ám