Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 34
Ww/dm 60 cm
Litið um öxl í tilefni dagsins
Ritstjórinn sleikir á sérfingurinn ogflettir varlega gömlum,
gulnuðum blöðum í dimmri dýflissu mettaðri af aldagömlu
ryki og alsettri kóngulóarvef og dordinglaþráðum.
Laugardagurinn 29. október
1927 var merkisdagur í sögu
Menntaskólans á Akureyri, sem
reyndar hét þá Gagnfræðaskól-
inn á Akureyri. Þennan dag kom
þáverandi dóms— og kirkju-
málaráðherra Jónas Jónsson og
áður en kennsla hófst las hann
eftirfarandi bréf að öllum nem-
endum og kennurum við-
stöddum:
“Dóms og kirkjumálaráðu-
neytið
Reykjavík, 25. október 1927
Á fundi 22. október s.l. hefir
ráðuneytið ákveðið, að Gagn-
fræðaskólinn á Akureyri skuli
hjer eftir hafa heimild til þess að
halda uppi lærdómsdeild menta-
skólans, samkvæmt reglugjörð
frá 1908, með tveim minniháttar
breytingum viðvíkjandi aldurs-
takmarki og sumarleyfi. Skal
þessi deild hafa rjett til að út-
skrifa stúdenta og fari próf
þeirra, þar-til öðru vísi verður
ákveðið með lögum, að öllu fram
eftir ákvæðum gildandi próf-
reglugerða máladeildar menta-
skólans, enda veiti allan sama
rjett.
Áður en kemur að prófi næsta
vor, mun ráðuneytið gefa út
reglugerð til handa Gagnfræða-
skólanum, vegna þessara áður-
nefndu breytinga á lengd og
starfsháttum skólans.
Jónas Jónsson /Sigfús M.
Johnsen“
Þegar ráðherrann hafði lesið
bréfið skýrði hann sína afstöðu
tilmenntaskólamálsins, en þessi
heimild sem veitt var með bréf-
inu var ákaflega umdeild. Að
þeirri ræðu lokinni var honum
Reglugjörð
fyrir skólamálfundafjelagsblaðið ,,Muninn“.
1. gr.
Blaðið heitir „Muninn“.
2. gr.
Blaðið er gefið út af málfundafjelaginu „Huginn", og skal
það fjölritað, og öllum fjelagsmönnum gefast kostur á að
eignast það við sannvirði.
3. gr.
Stjórn blaðsins skulu skipa tveir menn, og varamenn: rit-
stjóri og gjaldkeri. Skulu þeir kosnir á aðalfundi fjelagsins
og starfa í samráði við stjórn þess.
4. gr.
Ritstjóri skal veita móttöku öllu því er blaðinu berst til
birtingar, og sjá um útgáfu þess. Gjaldkeri annast afgreiðslu
alla og innheimtu.
5. gr.
Blaðið skal eigi sjaldnar út koma en þriðju hverja viku, og
aukablöð þegar föng eru á.
6. gr.
Efni þess skal ávalt leitast við að hafa sem fjölbreyttast.
Sögur, kvæði, ritgerðir ýmislegs efnis, fróðleik og skrítlur,
frumsamið eða þýtt, og skal ritstjóri hafa fengið það í hendur
3—5 dögum fyrir útgáfudag.
7. gr.
Eigi rná í blaðinu birta nafnlausar greinar frá öðrum en
ritstjóra, en heimilt skal öllum að rita undir dulnefni, þó
þannig að ritstjóri viti hið rjetta nafn.
8. gr.
Stærð blaðsins skal óákveðin, en þó aldrei minni en ein örk
i fullstóru broti.
Muninn 1. tbl. 1. árg. 1927.