Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 54

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 54
VI UM BEKKJARRÁÐ 1. Kjörstjórn sér um að kosin séu bekkjarráð í upphafi hvers skólaárs. 2. Fulltrúar bekkjardeilda, nema 1. bekkjar, skulu sjá um að kosnir séu formenn bekkjarráðanna innan 10 daga frá skólasetningu. Hver bekkjardeild velur síðan einn fulltrúa í ráðið. Sé fjöldi bekk- jardeildaójöfn tala, er formað- ur jafnframt fulltrúi sinnar deildar, annars þarf hans deild að velja viðbótarfulltrúa í ráðið. 3. Bekkjarráðin eru ekki undir stjórn eða áhrifum skólafélagsins. VII SKÓLAFUNDIR 1. Skólafundir fjalla um hags- munamál nemenda, embætt- isafglöp, svo og ýmis önnur mikilsverð mál, sem upp kunna að koma. Skólafundir eru æðsta vald nemenda í öll- um málum nema lagabreyt- ingum. 2. Formaður skólafélagsins og stjórn þess hafa rétt til að boða til skólafunda. Auk þess á forseti hagsmunaráðs kröfu á að boðað verði til skólafunda. Skal hann sjá um val á frum- mælanda á slíkum fundum. Einnig er skylt að boða til skólafundar ef 10% nemenda fara fram á það. 3. Skólafundir skulu boðaðir með minnst tveggja kennslu- daga fyrirvara. Þeir skulu boðaðir með ýtarlegri dags- krá. 4. Formaður Hugins setur skólafundi og skipar fundar- 54 - rr Ó'Y cí stjóra. Kennarar hafa mál- frelsi á skólafundum en ekki atkvæðisrétt. Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á skólafundum. Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til að samþykkja ályktanir skólafundar. VIII AÐALFUNDIR OG EMB/ETTISMANNA- SKIPTI 1. Aðalfundi skal halda í tvennu lagi: Aðalfund I og II. Á aðalfundi I skal fjallað um lagabreytingar en á aðlfundi II skal kosið í öll embætti skóla- félagsins. Hvorn aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. 2. Aðalfund I skal eigi halda síðar en 30. nóvember ár hvert. Skal þar fjalla um laga- breytingar. 3. Um aðalfund I gilda eftir- tahn ákvæði: rðl) Formaður félagsins setur fundinn og stýrir honum. 2) Einfaldur meirihluti nægir til að samþykkja lagabreyt- ingar. 3) Heimilt er á aðalfundi að bera upp breytingartillögur við tillögur til lagabreytinga og viðaukatillögur við þær til- lögur. 4) Aðalfundur I er því aðeins gildur, að fullur ijórðungur félaga sæki hann. 5) Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á aðalfundi I. 4. Um aðalfund II (kjörfund): Kosningar. Aðalfundur II skal haldinn eigi síðar en viku fyrir páska og skal þá kosinn for- maður félagsins, forseti hags- munaráðs, gjaldkeri, ritari, ritstjóri Munins, hagsmuna- ráð, ritstjórn Munins, tveir fulltrúar í skólastjórn, tveir endurskoðendur og fimm fulltrúar í bókasafnsnefnd. 5. Um kosningar skulu gilda eftirtalin ákvæði: 1) Kjörstjórn sér um að fram- boð berist í öll þau embætti sem kjósa skal í. Þetta hindrar þó eigi að önnur framboð ber- ist. 2) Framboð skulu tilkynnt kjörstjórn eigi síðar en viku fýrir aðalfund II. Framboð sem síðar eru tilkynnt eru ó- lögleg. 3) Hverju framboði skal fylgja listi með minnst 10 og mest 25 meðmælendum. 4) Kjörstjórn skal birta opin- berlega öll lögleg framboð, undir sínu nafni, innan sólar- hrings frá því framboðsfrestur rennur út. 5) Kjörstjórn sjái um undir- búning kosninganna, fram- kvæmd þeirra og talningu atkvæða. 6) Kjörstjórn skal gæta þess vandlega að kosning fari fram samkvæmt fundarsköpum að öðru leyti en hér greinir. 7) Þegar fleiri en einn eru í framboði til einhvers embætt- is, skal kjörstjórn sjá um að gera kjörseðla með áletruðum nöfnum þeirra, sem í fram- boði eru, í dreginni röð. Kjós- endur skulu krossa við þá sem þeir kjósa. Ef krossað er við fleiri en kjósa á er seðillinn ógildur. 8) Við allar kosningar gildir sú regla, að hafi enginn náð hreinum meirihluta atkvæða, skuli kosið að nýju milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði fengu. 6. Embættismannaskipti skulu fara fram þremur vikum fyrir síðasta kennslu- dag vetrarins. Þó skulu full- trúar nemenda í skólaráði og fulltrúar 4. bekkjar í hags- munaráði og ritstjórn sitja til vors. 7. Nýkjörinni stjórn er skylt að fylgjast með störfum frá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.