Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Síða 54

Muninn - 29.10.1987, Síða 54
VI UM BEKKJARRÁÐ 1. Kjörstjórn sér um að kosin séu bekkjarráð í upphafi hvers skólaárs. 2. Fulltrúar bekkjardeilda, nema 1. bekkjar, skulu sjá um að kosnir séu formenn bekkjarráðanna innan 10 daga frá skólasetningu. Hver bekkjardeild velur síðan einn fulltrúa í ráðið. Sé fjöldi bekk- jardeildaójöfn tala, er formað- ur jafnframt fulltrúi sinnar deildar, annars þarf hans deild að velja viðbótarfulltrúa í ráðið. 3. Bekkjarráðin eru ekki undir stjórn eða áhrifum skólafélagsins. VII SKÓLAFUNDIR 1. Skólafundir fjalla um hags- munamál nemenda, embætt- isafglöp, svo og ýmis önnur mikilsverð mál, sem upp kunna að koma. Skólafundir eru æðsta vald nemenda í öll- um málum nema lagabreyt- ingum. 2. Formaður skólafélagsins og stjórn þess hafa rétt til að boða til skólafunda. Auk þess á forseti hagsmunaráðs kröfu á að boðað verði til skólafunda. Skal hann sjá um val á frum- mælanda á slíkum fundum. Einnig er skylt að boða til skólafundar ef 10% nemenda fara fram á það. 3. Skólafundir skulu boðaðir með minnst tveggja kennslu- daga fyrirvara. Þeir skulu boðaðir með ýtarlegri dags- krá. 4. Formaður Hugins setur skólafundi og skipar fundar- 54 - rr Ó'Y cí stjóra. Kennarar hafa mál- frelsi á skólafundum en ekki atkvæðisrétt. Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á skólafundum. Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til að samþykkja ályktanir skólafundar. VIII AÐALFUNDIR OG EMB/ETTISMANNA- SKIPTI 1. Aðalfundi skal halda í tvennu lagi: Aðalfund I og II. Á aðalfundi I skal fjallað um lagabreytingar en á aðlfundi II skal kosið í öll embætti skóla- félagsins. Hvorn aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. 2. Aðalfund I skal eigi halda síðar en 30. nóvember ár hvert. Skal þar fjalla um laga- breytingar. 3. Um aðalfund I gilda eftir- tahn ákvæði: rðl) Formaður félagsins setur fundinn og stýrir honum. 2) Einfaldur meirihluti nægir til að samþykkja lagabreyt- ingar. 3) Heimilt er á aðalfundi að bera upp breytingartillögur við tillögur til lagabreytinga og viðaukatillögur við þær til- lögur. 4) Aðalfundur I er því aðeins gildur, að fullur ijórðungur félaga sæki hann. 5) Að öðru leyti gilda almenn fundarsköp á aðalfundi I. 4. Um aðalfund II (kjörfund): Kosningar. Aðalfundur II skal haldinn eigi síðar en viku fyrir páska og skal þá kosinn for- maður félagsins, forseti hags- munaráðs, gjaldkeri, ritari, ritstjóri Munins, hagsmuna- ráð, ritstjórn Munins, tveir fulltrúar í skólastjórn, tveir endurskoðendur og fimm fulltrúar í bókasafnsnefnd. 5. Um kosningar skulu gilda eftirtalin ákvæði: 1) Kjörstjórn sér um að fram- boð berist í öll þau embætti sem kjósa skal í. Þetta hindrar þó eigi að önnur framboð ber- ist. 2) Framboð skulu tilkynnt kjörstjórn eigi síðar en viku fýrir aðalfund II. Framboð sem síðar eru tilkynnt eru ó- lögleg. 3) Hverju framboði skal fylgja listi með minnst 10 og mest 25 meðmælendum. 4) Kjörstjórn skal birta opin- berlega öll lögleg framboð, undir sínu nafni, innan sólar- hrings frá því framboðsfrestur rennur út. 5) Kjörstjórn sjái um undir- búning kosninganna, fram- kvæmd þeirra og talningu atkvæða. 6) Kjörstjórn skal gæta þess vandlega að kosning fari fram samkvæmt fundarsköpum að öðru leyti en hér greinir. 7) Þegar fleiri en einn eru í framboði til einhvers embætt- is, skal kjörstjórn sjá um að gera kjörseðla með áletruðum nöfnum þeirra, sem í fram- boði eru, í dreginni röð. Kjós- endur skulu krossa við þá sem þeir kjósa. Ef krossað er við fleiri en kjósa á er seðillinn ógildur. 8) Við allar kosningar gildir sú regla, að hafi enginn náð hreinum meirihluta atkvæða, skuli kosið að nýju milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði fengu. 6. Embættismannaskipti skulu fara fram þremur vikum fyrir síðasta kennslu- dag vetrarins. Þó skulu full- trúar nemenda í skólaráði og fulltrúar 4. bekkjar í hags- munaráði og ritstjórn sitja til vors. 7. Nýkjörinni stjórn er skylt að fylgjast með störfum frá-

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.