Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 26

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 26
þættir. í minni tíð var það orðið mjög staðnað og hefðbundið. íþróttaþáttur var meðal föstu þáttanna í blaðinu og einn þáttur sem ég man sérstaklega eftir og sakna svolítið er annáll, frásögn af því sem hafði gerst í skólanum milli blaða. Ef góðir menn völd- ust í þettagat verið ansi gaman að annálunum. Þarna voru mjög fastar hefðir og var til dæmis sagt frá nemendum sem höfðu útskrifast vorið áður. Reynt var að grafa upp hvað orðið hafði um menn, og segja aðeins frá því. Hagyrðinga- eða lausa- vísnaþáttur var mjög oft, að vísu var nú eitthvað farið að draga úr honum í lokin því það er auðvit- að misjafnt hvað er mikið um hagyrðinga í skólanum. En fyrri árin sem ég var hérna voru hér mjög góðir hagyrðingar og voru haldnir hagyrðingafundir. Hag- yrðingunum var boðið niður á KEA og þar sátu menn, kváðust á yfir kaffibolla og skiptust á fyrri pörtum og seinni pörtum. Svo var niðurstöðunum safnað saman og þær birtar í blaðinu. Hvað gerðist sfðan eftír að þú útskrifast úr Menntaskól- anum? Ég hafði mjög gaman af félagslífi og hugsaði með mér að félags- fræði væri þá eitthvað fyrir mig svo ég ákvað að reyna að komastinn í félagsfræði úti í Svíþjóð og þar endaði ég. Síðan þegar ég kom heim gerðist ég kennari í félagsfræði hér við skólann, enda var ekki mikið annað fyrir félagsfræðinga að gera en fara út í kennslu. Ég sótti um starfið hér og var eini maðurinn sem sótti um, og gilti það einnig þegar ég sótti um að komast í ritnefhd og í ritstjórastöðu. Krakkarnir í skólanum voru mjög róttækir, heimtuðu félagsfræðikennslu og voru óánægðir með allt og alla og gerðu sér vonir um að fá niður- soðið svar við öllum sínum vandamálum með félagsfræð- inni. Þetta var hin svokallaða ’68 kynslóð og var allt á suðupunkti hérna í skólanum. Til dæmis mættu margir sjaldan og illa í skólann, nemendur drukku úr hófi og voru böllin oft ekkert annað en fylliríissamkomur! Er hægt að segja að þú teljist til ’68 kynslóðarinnar? Minn árgangur er alls ekki ’68 kynslóð vegna þess að upp til hópa vorum við íhaldssöm og gamaidags, en það voru einstaka menn sem voru aðeins á undan sinni samtíð og í dag yrði sagt að þeir væru að “flippa út“. Það er ekki fyrr en eftir að ég er farinn héðan úr skólanum að þessi ’68 kynslóð kemst hér til valda. Nú höfum við setíð hér í tvo tíma og spjallað. Þú varðst konrektor fyrir ári, og hafðir þá verið félagsfræðikennari þar á undan. Viltu segja eitt- hvað að lokum? Eruð þið ekki að verða búin að draga upp úr mér ævisöguna eins og hún liggur fyrir? Það var og. Við vorum orðin svöng og fórum út í stórhríð- ina. TVær spólur höfðu fyllst af efni sem birtast skyldi í Munin. Ritstjóm þakkar Gunnari Frímannssyni kon- rektor Menntaskólans á Akureyri fyrir viðtalið og biður hann vel að lifa. EI7T SBn/ITAL SÍMI _____ 21100 eða 23905 HAFNARSTRÆTI 85, AKUREYRI Með einu sfmtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinni. Éftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTAVIÐSKIPTI. nrgttnfrlftfríft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.