Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 32

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 32
Hebbðir Ábúðarmikill ritstjórinn, sem var við völd fyrir ári en er nú burt floginn, vatt sér að mér um þetta leyti í fyrra og fór þess á leit við mig að ég skrifaði þessa grein. Mér skilst að mér eldri og vitrari menn hafi talið sig of unga til að geta fjallað um efnið og því mun hafa verið talið eðlilegt að ég tæki það að mér. Ný ritstjórn bað mig svo núna á haustdögum um leyfi til að birta greinina á ný. Ekki veit ég hvort það er vegna þess að greinin hefur ekki þótt hitta nægilega vel í mark eða svo góð að rétt væri að búa til þá nýju hefð að birta hana á hverju hausti. Hvort heldur sem er kemur húnhér á ný, með örlitlum breytingum svona formsins vegna. Viðfangsefnið er hefðirnar í skólalífinu. Þær eru raunar margar og mundi æra óstöð- ugan að fá skýringu á þeim öllum á einum stað. Af þeim sökum koma hér fáein atriði um fáeinar hefðir, sem að vísu voru kallaðar tradisjónir í mínu ungdæmi. En það er önnur saga. TOLLERIN GAR Lengi mun hafa tíðkast í lærðum skólum að vígja ný- nema til setu meðal hinna, sem töldu sig þrepi hærra í virðingarstiganum. Ttúlega hafa íslenskir skólamenn lært þetta af dvöl sinni við útlenda skóla og flutt siðinn með sér heim. Af einhverjum sökum voru fram eftir árum notaðar sömu aðferðir við að vígja nemendur í lærðu skólana í Reykjavík og hér á Akureyri. Af einhverjum öðrum sökum þótti með öllu ómögulegt að taka upp þá sömu siði þegar stofhaðir voru nýir skólar ná- lægt 1970. Af einhverjum enn- þá öðrum sökum var ný- breytnin sem nýju skólarnir ollu tekin meiraogminna hrá og færð inn í gömlu skólana, a.m.k. suma. Hinn forni siður, gamla tradisjónin við M.R. og M.A., var að tollera nýnema. Fram til a.m.k. 1970 var látið við það sitja hér um slóðir að fleygja busum upp í loft, í mesta lagi fengu þeir stimpil eða eitthvert annað merki á andlit eða hendur - svona rétt til þess að ekki þyrfti að fleygja þeim upp á ný. Þetta var allt og sumt og þótti alveg nóg. Grímubúningar eða dularklæði þekktust ekki í þessari athöfn, enda þurfti enginn að dyljast við þetta einfalda, saklausa verk. í tolleringu er trúlega fólgin sú merking að fólki sé fleygt í átt til stjamanna og þannig hafið upp á hærra svið. Nafn athafnarinnar er tekið af latneskri sögn sem mun hafa þessa merkingu, eins og þeir vita sem fengið hafa að njóta þeirrar blessunar að kynna sér þá höfuðtungu. Aðtollera er því að hefja upp, hefja nemann úr því auma ástandi að vera busi upp í þá stöðu að vera meðal manna, jafningi. Vissulega gengu busar ekki ævinlega eins og lömb til slát- runar heldur urðu á tíðum töluverðar ryskingar úti og inni, jafnvel einhver vatns- gangur og eltingaleikur við sprettsnarpa unga út um allan bæ. Flestum varð þó á endan- um komið í loftið stórslysa- laust. Þó varð það einu sinni að Steindór skólameistari Steindórsson bannaði toller- ingar, enþá hafði nemandi mölvað undan sér annan fót- inn á tolleringadegi. Því var það að næsta haust voru busar skírðir inn í skólann með mikilli viðhöfn á Sal. Yfir- klerkur var Jón A. Baldvins- son, þá nemandi í sjötta bekk, nú prestur til Lundúnaþinga. Að þessu var mikið gaman og allir skemmtu sér hið besta - nema Erlingur, sem þá var í fimmta bekk. Síðar kom í ljós að fótbrotið var rakið til allt annarra saka en tolleringa og þær því leyfðar á ný. Þegar Hamrahlíðarskóli kom til var þar tekinn upp sá vígslusiður að grímuklæddir böðlar leiddu busa eins og fanga til slátrunar út í Öskju- hlíð þar sem fram fór svolítil aftaka. Þegar menntaskóli hófst við Tjörnina var busum fleygt út í drulluleðjuna í henni. Síðar voru þessir siðir hvorir tveggja apaðir hér fyrir norðan eftir þessum tveimur nýju Reykjavíkurskólum og nemendur í efsta bekk tóku að dulbúast við að niðurlægja busa með illþefjandi vökvum og kámi áður en þeir eru toll- eraðir. Oft hefur busum þótt skringilegt - eftir á að hyggja - að nauðsynlegt skuli að niður- lægja þá til þess að unnt sé að hefja þá upp á sama plan og efribekkingar standa á! Þess má svo geta að nafnið busa- vígsla er örfárra ára gamalt hér í skóla og sögnin að busa er ennþá yngri. Þetta hét að tollera og athöfnin tolleringar. MATTHÍASARFRÍ Þegar allir eru orðnir jafn- ir í skólanum tekur við hver hefðin af annarri. Um a?w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.