Muninn

Årgang

Muninn - 29.10.1987, Side 16

Muninn - 29.10.1987, Side 16
KVIKMA Kvikmyndafélag Menntaskólans á Akureyri Sigurður Smárason Þú heitir? Sigurður Smárason, alias Svíðir, alias Smauri, alias Fléttumaðurinn. Þú ert fulltrúi KVIKMA, hvað er KVIKMA? KVIKMA er félag hreyfimyndalistar, eða höfum það bara hreyfilistar fyrir hann Bergþór, og það stendur fyrir alls konar vafasömum sýningum hér og þar um smábæi landsins, aðallega Akureyri. FÁLMA Félag áhugaljósmyndara í M.A. Ólafur Jóhann Sigurðsson FÁLMA, fulltrúi Ólafur Jóhann Sigurðsson, (Óli Lux). Hvað er FÁLMA? Það er félag afsmellara í Menntaskólanum á Akureyri eða áhugaljósmyndara. Geturðu sagt mér eitthvað frá þessu félagi? Oh, við tökum myndir, og framköllum myndir og vonumst til að aðrir taki myndir og framkalli myndir og sýni myndir. Hafið þið aðstöðu til þess? Við höfum góða aðstöðu til þess sem því miður hefur ekki verið fullnýtt en við vonumst til þess að svo verði í vetur.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.