Muninn - 29.10.1987, Side 17
FRAMA
Félag Framsóknarmanna í M.A.
Einar Logi Vignisson
Hvað ætlar þitt félag, FRAMA að gera í vetur?
Mitt félag, félag Framsóknarmanna í M.A. er geysiöflugt félag og við ætlum að sjálfsögðu að
starfa dyggilega í vetur. Fyrir utan að gefa reglulega út FRAMA-ályktanir, sem eru geysilega
merkar ályktanir um bændamenninguna og heimspólitíkina, þá höfum við hugsað okkur að
bjóða Steingrími Hermannssyni, hinum mikla leiðtoga vorum, í heimsókn í Menntaskólann,
þegar hann kemur heim frá Róm þ.e.a.s.. Svo verður að sjálfsögðu hugsað og pælt og spekúlerað
í pólitík, þó að félagið sé að sjálfsögðu langpólitískt og raunar með öllu pólitískt, þ.e.a.s. alls
ekki pólitískt, ef þið skiljið hvað ég er að meina.
TóMA
Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri
Baldur Eiríksson
TóMA, Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri.
Fulltrúi, Baldur Eiríksson.
Hvað gerir TóMA, hvaða markmið hefur það?
Það stendur fyrir músíklegum uppákomum. Tönlistarmönnum verður boðið í vetur hingað í
skólann og félagar í TóMA fá afslátt þannig að eftir veturinn á félagsskírteinið að hafa borgað
sig upp. Að auki fá félagar aðgang að svokölluðu Tómarúmi þar sem þeir geta hlustað á plötur
úr frábæru safhi félagsins!
17