Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 17

Muninn - 29.10.1987, Page 17
FRAMA Félag Framsóknarmanna í M.A. Einar Logi Vignisson Hvað ætlar þitt félag, FRAMA að gera í vetur? Mitt félag, félag Framsóknarmanna í M.A. er geysiöflugt félag og við ætlum að sjálfsögðu að starfa dyggilega í vetur. Fyrir utan að gefa reglulega út FRAMA-ályktanir, sem eru geysilega merkar ályktanir um bændamenninguna og heimspólitíkina, þá höfum við hugsað okkur að bjóða Steingrími Hermannssyni, hinum mikla leiðtoga vorum, í heimsókn í Menntaskólann, þegar hann kemur heim frá Róm þ.e.a.s.. Svo verður að sjálfsögðu hugsað og pælt og spekúlerað í pólitík, þó að félagið sé að sjálfsögðu langpólitískt og raunar með öllu pólitískt, þ.e.a.s. alls ekki pólitískt, ef þið skiljið hvað ég er að meina. TóMA Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri Baldur Eiríksson TóMA, Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri. Fulltrúi, Baldur Eiríksson. Hvað gerir TóMA, hvaða markmið hefur það? Það stendur fyrir músíklegum uppákomum. Tönlistarmönnum verður boðið í vetur hingað í skólann og félagar í TóMA fá afslátt þannig að eftir veturinn á félagsskírteinið að hafa borgað sig upp. Að auki fá félagar aðgang að svokölluðu Tómarúmi þar sem þeir geta hlustað á plötur úr frábæru safhi félagsins! 17

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.