Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 33

Muninn - 29.10.1987, Page 33
nokkurra ára skeið hefur ver- ið gefið frí í skóla á afmælis- degi Matthíasar Jochums- sonar, 11. nóvember, eða ein- hverjum öðrum heppilegri nærliggjandi degi. Þetta leyfi kom í stað mánaðarfrís, en þau voru annars með öllu af- tekin með ráðherrabréfi fyrir nokkrum árum. FYRSTI DESEMBER Lengi vel var haldin sérstök hátíð í skólanum á fullveldis- degi íslendinga, 1. desember. Arshátíð skólans var hins vegar haldin síðari hluta vetrar. Alllangt mun nú síðan þessum tveimur hátíðum var slegið saman í eina og lengi hefur hún verið nefnd fyrsti des eða einfaldlega desinn. Hins vegar vill svo skemmtilega til að í Menntaskólanum á Akureyri er fyrsti des jafhan þann 30. nóvember! JÓLAFRÍ Jólaleyfi er engin sér hefð M.A., en hins vegar var tek- inn upp sá siður þegar Þórar- inn Björnsson skólameistari varð fimmtugur að gefa jólafrí hér í skóla þann 19. desember. Það var einmitt afmælisdagur meistara, en samkvæmt reglu skyldi kennt til 21. desember. í þessu sam- bandi er venja að segja sögu um það þegar Brynjólfur Sveinsson, kennari, kallaði nemendur á Sal og tilkynnti að bylting hefði verið gerð í skólanum og hér með hæfist jólaleyfi. Stefán kann þá sögu - og e.t.v. fleiri. SALUR Hér áður fyrr, meðan skólinn var mannfærri en nú, var al- gengt að skólameistari kallaði nemendur á Sal. Tilefnið var iðulega eitthvað sem viðkom skólanum og stjórn hans en þó var jafnvel til að meistari fyndi hjá sér þörf fyrir að deila hug- leiðingum sínum með nem- endum. Ennfremur bar oft við að skólann heimsóttu vísir menn sem fluttu fræðileg er- indi á Sal eða listamenn og skáld sem sungu þar, lásu og léku verk sín. Þetta lagðist smám saman af eftir því sem nemendum fjölgaði og von- laust varð að koma fyrir nema broti af nemendum á Sal. Söngsalur var áður mun oftar en nú. Oft þurfti að syngja á Sal og biðja um söngsal (eða mánaðarfrí) í nokkra daga áður en meistari lét undan og umsjónarmaður tvíhringdi. VETRARFRÍ Eftir að upp var tekið tveggja anna áfangakerfi hefur það gerst í fáein ár að nokkurra daga hlé hefur verið á skóla- starfi að loknum haustann- arprófum og fyrir upphaf vorannar. CARMINA Það hefur verið óslitin hefð í áratugi að nemendur í síðasta bekk skólans gefa út bók með teiknuðum myndum af sér og textum um sig. Upphaflega var Carmina að vísu eins konar ljóðasafn, enda er carmen ljóð á latínu. Lengi hélst sá siður að yrkja í Carminu, jafnvel bragi um heila bekki, en úr því hefur dregið mjög í seinni tíð. Carminuball var lengi vel eini dansleikur nemenda sem haldinn var utan skólans, áfengislaust ball í öldurhúsi. DIMISSIO Víða lifir latínan í skólum þótt latínukennsla heyri svo gott sem sögunni til. Að baki nafninu Dimissio býr sú merking að þá eru nemendur síðasta bekkjar sendir í braut, kvaddir. Á seinni árum hefur burtför nemenda orðið meiri viðhöfn en áður. Tíðkast hefur í nokkur ár að neðribekkingar beri þá upp Ástarbrautina og kveðji þá með fjölbreytilegri viðhöfn í Stefánslundi að morgni dags. Síðan hefst hin hefðbundna ökuferðum bæinn, þegar burtfarandi nemendur kveðja kennara sína og þær stofnanir sem þeir hafa mest þurft að leita til á skólatíma sínum. Skrautlegir búningar hafa tíðkast í þeim ferðum í um tíu ára skeið. Dimissio er öðrum þræði álíka viðamikil kvöldhátíð og Fyrsti des. Lengst af var þessi samkoma í húsum skólans eins og árshátíðin en í fáeinár hefur Dimssio verið í Sjallan- um, enda þar rúmbetra en á Sal eðai'Möðruvöllum. Þá er orðinn siður að verðlaun íþróttafélags M.A. eruveittá Dimissio. Hér verður látið staðar numið í þessari upptalningu. Vert hefði verið að geta fleiri hefða í skólalífinu eins og Listadaga og Litlu Olympíuleikanna, sem hafa verið reglulega um nokkurra ára skeið og Viðarstauks, sem er fimm ára gömul hefð. Sitthvað kann að vera ónákvæmt í þessu yfirliti, en þá er við mig einan að sakast. svpáll Til sölu er Commodore 128, fjölhæf- asta 8 bita heimilistölvan á markaðnum. Með henni fylgir diskadrif, sv/hv sjónvarp, kassettutæki og fjöldi annarra fylgihluta. Uppl. hjá Jóni Hjalta 4U, eða í síma 21619. 33

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.