Dýravinurinn - 01.01.1893, Side 7
3
óm aí' fuglakvaki bar frá hverjum runni. Alt þetta sá og heyrði Lótan á leið-
ínni inn yfir grundirnar, því andinn hægði nokkuð á skriðinu, þegar hann kom
inn i birtuna og þokaðist svo í hægðum sínum góða stund yfir hæðir og dali með
Lótan á bakinu.
5>að var eins og einhver undarleg tilfinning gripi Lótan við að sjá alt
þetta. Honum duttu ósjálfrátt í hug orðin »vinsemd« og »friður«, og það var
eins og þau græfu sig alt í einu blýföst inst í huga hans; þetta var honum því
kynlegra sem þessi orð höfðu aldrei hljómað öðruvísi í eyrum hans en öll önnur
orð, en nú var eins og þau væru komin þar lifandi alt í kring um hann og þyrpt-
ust að honum úr hverri laut.
Loks bar þá fjelaga yfir víðan dal og þar leið andinn hægt niður og
lagði Lótan hóglega á dálítinn grasflöt undir hamri einurn litlum. »Hjer verður
þú nú að liggja þángað til dómurinn verður settur og vegin verk þín«, sagði and-
inn, »en grafkyr verðurðu að vera, því annars neyðist jeg til að koma og þjappa
að þjer, en þjer mun það sjálfum fyrir bestu, að fá sem minst af því tagi«. Svo
hvarf andinn á burt og Lótan lá þar einn eptir og var nú talsvert farinn að gugna
eptir alt þetta.
fegar Lótan hafði legið þarna dálitla stund, kom þar andi einn rnikill og
þreklegur inn á flötinn; sá hafði afarmiklar vogarskálar í annari hendi en tvo poka
í hinni. Skálarnar setti hann þar á hellu við hamarinn; vogarstólpinn var úr
gulli og önnur skálin, en hin skálin var úr silfri, alt var það fágað og skínandi.
1*