Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 9

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 9
5 varð Lótan litið upp til hamarsins og var þar nú orðið æði breytilegt umhorfs, því nú var sem bergið væri úr gagnsæum kristalli, og sá þar inn í víða hvelfingu fagra og skínandi; gólfið var sem silfur, veggirnir glóðu sem gull og loptið hvolfdi yfir salnum fagurblátt eins og heiður vorhimin. f>ar var hvorki bekkur nje borð eða neinn húsbúnaður og aungan mánn sá hann þar, en í þessu bili heyrði hann innan úr salnum háa og hvella raust sem sagði: »Jeg er Gúlú, höfðingi Letafjalls, og þjónn hins volduga og rjettláta Baratinandars, sem allir andar prísa og öll dýrin lofa hvert á sína túngu. Stattu upp Lótan og sestu á reyrstólinn. Hinn mikli andi hefur leyft mjer að færa þig hingað, svo þú sæir sjálfur verk þín vegin í dag, en það er ekki jeg sem dæmi þig, heldur stendur þú bráðum íyrir dómi hinna rjettlátu dýra, sem aldrei gera mönnunum ílt að fyrra bragði, og opt verða að þola ótal illgjörðir, án þess að sýna af sjer minstu hefnd. J>au dæma þig rjett. Og þjer hinir sex verðir hinna sex fjalla, þjer skuluð bera mjer vitni þess, fyrir hinum mikla konúngi vorum, að hjer hafi ekki verið með einu hálmstrái hallað mundángi hinnar heilögu vogar í dag. Rístu nú upp Lótan, og vertu óhræddur, í mínu ríki er aldrei friður rofinn og fyrst, ef hvíta skálin verður lægri en hin rauða að leiks lokum, þá er þjer hætta búin«. J>etta sagði verndarandinn Gúlú. Lótan hafði hlýtt á alt þetta líkast því, sem það væri leiðsla eða draumur, en þegar andinn kallaði á hann í annað sinn, hrökk hann við eins og af svefni og vildi standa upp, en gat það ekki vegna óstyrks pg komst ekki nema á hnjen. ]?á heyrði hann blásið í pipu, og strax kom þar andi i úngs manns líki, fríður sýnum og vingjarnlegur; hann tók undir hendur Lótan og studdi hann að stólnum. J>að var auðsjeð á manninum að samviskan ljet hann finna ómjúkt til tannanna og að þessi dýradótnur var honum bæði þúng byrði og önug. En þegar únglegi and- inn var búinn að koma honum fyrir á stólnum, hvíslaði hann þessum orðum að honum: »Berðu þig vel Lótan, öll dýrin eru umburðarlynd og góðhjörtuð«. J>á kallaði Gúlú á andann og sagði: »Blástu í pípu þína Sílan og kall- aðu á dýrin, fyrst þau sem sakir eiga og síðan hin«. J>á bljes Sílan í pípuna og þegar í stað kom inn á flötina asni gamallegur lítill og veiklegur en augnaráðið vingjarnlegt. J>á brá Lótan í brún, því þar þekktihann asnan sinn, sem hann hafði leikið vest um nóttina. Hann var nú orðinn furðu brattur og ekki svo mikið að hann stýngi við. Hann gekk að skálunum og leit um leið á Lótan, var þá eins og hryllingur færi um skepnuna. Svo gekk hann að gráu hrúgunni og tók þar upp einn af stærstu steinunum með snoppunni, hugsaði sig svo dálítið um og ljet þá þann stein niður og tók annan minni, á borð við epli, og lagði á slifurskál- ina; og gekk svo út á grundina. J>að var sönn hrygðarmynd að sjá Lótan meðan hann sat þarna frammi fyrir asnanum; hann óskaði þess þá í fyrsta sinn á æfi sinni, að hann hefði aldrei verið til og að alt salt væri komið út í hafsauga, en þegar asninn lagði af sjer stærri steininn og tók þann minni, þá var eins og grát- bros færi um andlit hans, og hann sagði með sjálfum sjer: »Aumingja skepnan, einhver hefði nú ekki farið að skipta um steina«. J>á var kallað á úlfaldana, og strax kom þar inn að skálunum gamall úlf-*

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.