Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 13

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 13
9 hans þá ósnerta, eptir að þeir höfðu hángið þar nær 40 ár, því þá gekk gamli Lótan til feðra sinna, en í meira en hundrað ár lifði minning hins gamla heiðurs- manns í hugum manna bæði fjær og nær, og var laungum vitnað í mannúð hans og mildi við alla menn, einkum var hin frábæra ást hans og umönnun við allar skepnur talin hin fegursta fyrirmynd, og hin seinustu áminningarorð hans á bana- sænginni til barna sinna voru þessi: »Ef þið viljið verða auðug, þá hafið fáar skepnur og farið vel með þær, og ef þið viljið að menn og skepnur hlýði ykkur og þjóni, þá sýnið þeim mannúð og mildi«. Nábúarnir. rá þessari sögu hefur nýlega sagt frakkneskur auðmaður á þessa leið: »Jeg misti konu mína í fyrra og eptir það sótti á mig þúng- lyndi og megn lífsleiði, sem ágerðist meir og meir, svo jeg rjeði loks af að selja verslun mína í borginni, og kaupa mjer búgarð upp til fjalla. Garðurinn sem jeg keypti var gamalt aðalsmanns setur og fylgdi því afar víðlendur skemtigarður með trjám og aldinrunnum. Jeg kom þángað öndvert vor og gekk þar fyrstu vikurnar í sama sinnuleysinu fram og aptur um garðinn. Brátt vöktu þó ýms dýrin eptirtekt mína með athöfnum sín- um, og mest fuglarnir. 011 voru dýrin spök eins og heimagángar, því gamli eig- andinn hafði varla komið þar árum saman, svo þar var einskonar edensfriður yfir öllu. J>ar bygðu fuglarnir hreiður sin og hagræddu þeim, þó þeir sæu mig rjett hjá sjer. Jeg hafði líka svo lítið um mig sem jeg gat, og þegar þeir fóru að verpa, gekk jeg að hreiðrunum og skoðaði eggin og tóku þeir sjer það ekki til. Jeg þekti meira en hundrað hreiður og vissi livaða fuglar þau áttu. En svo fór jeg að taka eptir því stundum á morgnana þegar jeg kom að heimsækja þessa kunningja mína, að egg voru horfin úr ýmsum af hreiðrunum, sem jeg var viss um að höfðu verið þar kvöldið fyrir, og mest frá gæsum og öndum. Jeg dróttaði þessu mest að ketti einum gulbröndóttum sem jeg vissi að hafðist við í mórberja- runnum nokkrum í einu garðshorninu nálægt stórri tjörn, sem var alþakin öndum, og hjelt jeg að kisa hefði valið sjer þennan stað, til þess að vera til taks þegar úngarnir kæmu út úr eggjunum. Jeg vildi vita vissu mínu í þessu, og fór því á fætur með sól nokkra morgna og faldi mig í laufþjettum runni skamt frá tjörninni. Einn morgun urn sólaruppkomu sá jeg koma tvo hrafna sem áttu hreiður í klöppum nokkrum í brekkunni yfir garði mínum. f>egar þeir komu inn yfir garðinn, dembdi annar þeirra sjer niður á eitt andarhreiðrið, sem eigandinn hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.